Fréttir

Haust í Bíó Paradís sem þú munt seint gleyma!

03/10/2016

Það kennir ýmissa grasa í Bíó Paradís í haust, eitthvað fyrir alla í sannkallaðir kvikmynda- og menningarveislu!

Kvikmyndafrumsýningar

FIRE AT SEA 10. október

Í þessari maxresdefaultstórbrotnu heimildamynd sem vann Gullbjörnin, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Berlinale 2016, er sýnt frá lífi fólks á Ítölsku eyjunni Lampedusa, sem er staðsett í framlínu flóttamannastraums sem nú geysar í heiminum í dag. Myndin er framlag Ítalíu til Óskarsverðlaunanna 2017.Miðasala og sýningartímar hér:

SUNDÁHRIFIN 10. október

the-together-projectÞegar Samir, hávaxinn fertugur kranamaður sér Agöthu á kaffihúsi er um ást við fyrstu sýn að ræða. Samir kemst að því að Agatha er sundkennari í Montreuil. Hann þykist vera ósyndur og skráir sig á sundnámskeið. Eftir aðeins þrjár kennslustundir kemst upp um lygina. Agatha er síðar valin til að vera fulltrúi síns héraðs á tíundu alþjóðlegu sundkennararáðstefnunni á Íslandi. Samir, blindaður af ást, eltir hana staðráðinn í að breyta hug hennar.

Hér er um að ræða spaugilega og einlæga hetjusögu sem kitlar hláturtaugarnar í leikstjórn Sólveigar Anspach. Myndin vann til verðlauna í Directors’ Forthnight flokknum á kvikmyndahátíðinni í Cannes.  Miðasala og sýningartímar hér: 

INNSÆI 10. október

Nýjir tímar kalla á breytt hinnsaei-the-sea-withinugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar sem lætur engan ósnortinn. Á ferðalagi leikstjóranna Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við upplýsingaflæði, stress og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að dafna og takast á við nútímasamfélag. Miðasala og sýningartímar hér:

CAPTAIN FANTASTIC 14. október

Captain1Í skóginum á norðvesturströndinni, hittum við fyrir föður sem elur börnin sín sex, þar sem aginn er í fyrirrúmi. Hann neyðist til þess að yfirgefa náttúruparadísina í kjölfar fjölskylduharmleiks en mætir þá ýmsum öðrum lögmálum í þeim heimi sem býður utan náttúrunnar.

“Viggo Mortensen er í essinu sínu í  fjölskyldu gamanmynd sem er gerð með húmor og hjarta”. Peter Travers- Rolling Stone

Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 2016 og sýnd í flokknum Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Miðasala og sýningartímar hér: 

 Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn byggir á samnefndri bók sem hefur notið mikilla vinsælda. Myndinni leikstýrir enginn annar en Tim Burton og stórleikarar á borð við Evu Green, Samuel L. Jackson, Judi Dench Rupert Everett og Chris O’Dowd eru í svo til hverju hlutverki.

Þegar Jakob eltir vísbendingar sem hann finnur kemst hann að leyndardómum sem ná yfir bæði mismunandi heima og tíma. Hann finnur hús sem honum þykir töfrum líkast og er heimili fyrir sérkennileg börn, stjórnað af fröken Peregrine. En leyndardómarnir og hætturnar færast í aukana þegar hann kynnist íbúum hússins nánar og kemst að því hverjir kraftar þeirra eru … og kraftar óvina þeirra.

Myndin á ensku með íslenskum texta. Myndin hæfir ekki börnum yngri en 12 ára. Miðasala og sýningartímar hér: 

EMBRACE OF THE SERPENT 21. október

635870189633116542-embraceoftheserpent-02

Töfralæknirinn Karamakate er sá eini sem lifði af í Amazon af sínu fólki vinnur með tveimur vísindamönnum yfir 40 ára tímabil í leit að hinni heilögu plöntu.

Myndin er tekin upp í svarthvítu og var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015 þar sem hún vann verðlaun í flokknum Directors Fortnight, en hún var síðar tilnefnd til Óskarsverðlaunanna 2016 sem besta erlenda kvikmyndin. Miðasala og sýningartímar hér: 

CHILD EATER 28. október

ChildEaterPoster1

Helen grunar ekki hversu hryllilegt kvöld hún á í vændum þegar hún fer í afskekkt hús við skóginn til að passa Lucas litla. Hann kvartar og kveinar yfir því að illmenni sé í felum inni í skápnum sínum, og þegar Lucas hverfur sporlaust um miðja nótt þá fer Helen að gruna að hann hafi verið að segja satt.

CHILD EATER er byggð á samnefndri stuttmynd og þó svo hún hafi verið tekin upp í Bandaríkjunum, að stærstum hluta með amerísku tökuliði og leikurum, þá rennur rammíslenskt blóð um æðar myndarinnar. Handritshöfundur og leikstjóri hennar er Erlingur Óttar Thoroddsen og tónlistina samdi Einar Sv. Tryggvason. Miðasala og sýningartímar hér:

Facebook viðburður hér:

THE GIRL WITH ALL THE GIFTS 4. nóvember

1200x675

Vísindamaður og kennari búa í dystópískri framtíð þar sem þær reyna að lifa ferðalagið af með hjálp lítillar sérstakrar stúlku, henni Melanie.

Myndin er nokkurs konar dramatísk uppvakninga hryllingsmynd í leikstjórn Colm McCarthy en handritið er eftir M.R. Carey sem byggði það á vinsælli skáldsögu með sama nafni. Myndin skartar þeim Sennia Nanua, Gemmu Arterton, Glenn Close og Paddy Considine.

Miðasala og sýningartímar hér:

SLACK BAY 11. nóvember

slack-bay-ma-loute-cannes

Nýjasta mynd franska kvikmyndaleikstjórans Bruno Dumont, með Juliette Binoche í aðalhlutverki. Gamanmyndin fjallar um morðgátu á norðurströnd Frakklands um 1910 en myndin vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu þar sem hún var tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinnar.

Bráðfyndin gamanmynd sem þú vilt ekki missa af! Miðasala og sýningartímar hér: 

NAHID 25. nóvember

1119990_cannes-2015-le-prometteur-nahid-de-ida-panahandeh-web-tete-02172688480

Áhrifamikið íranskt drama um konu í klóm feðraveldisins sem sýnt var í flokknum Un Certain Regard á Cannes hátíðinni.

Fáar þjóðir standa jafnfætis Íran í nútímakvikmyndagerð en síðastliðna áratugi hefur landið getið af sér myndir sem skara fram úr hvað varðar listfengi, sagnagerð og stíl. NAHID fjallar konu að sama nafni sem nýlega hefur skilið við manninn sinn. Hún heldur forræði yfir drengnum þeirra en gegn því lagalega skilyrði að hún giftist aldrei aftur. Þegar Nahid langar að stofna heimili með nýja kærastanum sínum rannsakar hún hvort þau geti komist hjá skilyrðinu gegnum gloppur í hinum flóknu írösku skilnaðarlögum. Þegar Nahid finnur hjáleið er óljóst hvort hún reynist bölvun eða blessun. Miðasala og sýningartímar hér:

Íslenskar kvikmyndir

PALE STAR 10. október

palestar-action-lst208781Pale Star’ fjallar um eigingirni ástarinnar. Það hvernig eigingirnin afhjúpar valdagræðgi og stjórnsemi og við sjáum í svartnætti hjartans morð í stað ástar. Harmsaga tveggja para sem verða á vegi hvers annars í dimmu og drungalegu landslaginu á suðurhálendi Íslands. Ferðalangurinn Molly flýr ofbeldisfullan eiginmann sinn, Kurt og fær aðstoð frá íslenskum nágranna, Sólveigu.  Á meðan vaknar eiginmaður Molly og uppgötvar að hann er yfirgefinn í læstum húsbíl. Hann brýst út og hittir Ara, elskhuga Sólveigar, sem tekur hann upp í við við vegakantinn og keyrir hann heim til Sólveigar.

Alvöru íslensk rökkurmynd þar sem óhugnanleg leyndarmál eru dreginn fram í dagsljósið. Miðasala og sýningartímar hér: 

RANSACKED 10. október

197507

„Partíið. timburmennirnir. Rándýrin. Slagurinn. Úrskurðurinn.“ Íslensku bankarnir voru einkavæddir á árunum 2000-2003. Innan fimm ára var fjárhagsstaða bankanna ellefuföld landsframleiðsla þjóðarinnar vegna skammtímafjármögnunar og langtímaeigna, margar mjög áhættusamar.  Í október 2008 frusu fjármálamarkaðir og bankarnir hrundu. ‘

Ransak’ segir frá því hvernig gríðarlegur auður, vogunarsjóðir og hagkerfi heimsins geta haft áhrif á líf venjulegs fólks. Þorsteinn Theódórsson missti fyrirtækið sitt og næstum því líf sit, en með hjálp dóttur sinnar lögsóttu þau bankana. Átta árum síðar hafa bankarnir selt burt hagnað sinn og hafa aftur grætt milljarða. Hver vinnur og hver tapar? Miðasala og sýningartímar hér: 

Brotið 13. október

plakat_svhv4-2Þann 9. apríl 1963 tók hafið 7 Dalvíkinga. Til að heiðra minningu þessara sjómanna og afkomenda þeirra var ráðist í mikla vinnu við að reisa þeim minnisvarða og búa til heimildarmynd um slysið.

Heimildarmynd um mannskaðaveðrið sem brast á í dymbilvikunni 9. apríl 1963 og tók 16 mannslíf þar af fórust 7 Dalvíkingar í blóma lífs síns. Fjallað er um slysin og afleiðingar þeirra á samfélagið.

Sýningartímar og miðasala hér: 

 

 

EIÐURINN / THE OATH 24. október

ahp_9348

Finnur þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.

Sýnd með enskum texta. Miðasala og sýningartímar hér: 

AUTUMN LIGHTS 4. nóvember

autumn_lights_official_poster_largeLjósmyndari frá Bandaríkjunum sest að í afskekktu þorpi á Íslandi þar sem hann flækist inn í líf dularfulla hjóna frá Evrópu. Myndin verður frumsýnd á Íslandi og sýnd helgina 4. -5. og 6. nóvember í Bíó Paradís.

Leikstjórn og handrit: Angad Aulakh

Stjórn kvikmyndatöku: Árni Filippusson

Klipping: Valdís Óskarsdóttir

Tónlist: Hjörtur Ingvi Jóhannsson

Aðalframleiðandi: Árni Filippusson, Davíð Óskar Ólafsson

Miðasala og sýningartímar hér:  Facebook viðburður hér: 

 

BASKAVÍGIN 17. nóvember

poster_en2_b

Árið 2015 voru liðin 400 ár frá Baskavígunum, einu fjöldamorðunum sem Íslendingar hafa framið.

Handrit: Aner Etxebarria Moral

Stjórn kvikmyndatöku: Jorge Roig

Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson

Aðalframleiðandi: Katixa De Silva Ruiz De Austri

Meðframleiðandi: Hjálmtýr Heiðdal

Miðasala og sýningartímar hér: 

Sérsýningar

THE ROOM 21. og 22. október

the-room

Greg Sestero (“Mark”), einn af aðalleikurum bandarísku cult-myndarinnar The Room, mætir í Bíó Paradis 21. og 22. október þar sem hann mun fara yfir reynslu sína af því að vinna með sérvitringnum Tommy Wiseau við gerð hennar. Viðburðurinn mun innihalda sýningu á nýrri heimildamynd um gerð The Room, upplestur úr bók Greg Sestero The Disaster Artist: My Life inside The Room, The Greatest Bad Movie Ever Made og upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda. Greg mun einnig tala um væntanlega kvikmynd sem er í vinnslu eftir bók hans þar sem James Franco, Seth Rogen, Sharon Stone, Bryan Cranston og Zac Efron fara öll með hlutverk. Eftir viðburðinn verður svo The Room sýnd með stuttri kynningu frá Greg. Hægt verður að kaupa miða á viðburðinn og sýningu myndarinnar sér. Verð á viðburðinn er 2990 kr og verð á sýningu myndarinnar er 1600 kr. Einnig er hægt að kaupa miða á bæði viðburð og mynd saman fyrir 3990 kr.

20:00 The Disaster Artist: A Night Inside The Room
22:00 The Room

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér:

THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW – BÚNINGASÝNING! 29. október

Rocky-Horror-Picture-Show-the-rocky-horror-picture-show-236965_1280_1024

Fögnum Halloween laugardaginn 29. október kl 20:00 í búning á Rocky Horror í Bíó Paradís!

Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien.

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér: 

SVARTIR SUNNUDAGAR: HALLOWEEN 30. október

o_79de2b71eca66e34-0

Hinn sex ára gamli Michael Myers stingur systur sína til bana á Hrekkjavökukvöldi árið 1963. Eftir að hafa síðar setið í fimmtán ár á geðsjúkrahúsi snýr Myers aftur í heimabæ sinn Haddonfield í þeim tilgangi að drepa….

Svartir Sunnudagar hylla hrekkjavökuna með því að sýna stutt viðtal við John Carpenter á undan sýningunni, ekki missa af þessu sunnudaginn 30. október kl 20:00 í Bíó Paradís! 

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér: 

Ballett

RÓMEÓ OG JÚLÍA 21., 22. 28. og 29. október

2010 Repertory - Program 8 San Francisco Ballet in Tomasson's Romeo & Juliet. (© Erik Tomasson)

Hér er um að ræða Rómeó og Júlía í uppfærslu San Francisco ballettsins undir listrænni stjórn Helga Tómassonar danshöfundar. Ekki missa af þessu tímalausa verki í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíó Paradís, á 400 ára dánarafmæli Shakespeare.

Föstudaginn 21. október kl 20:00

Laugardaginn 22. október kl 18:00

Föstudaginn 28. október kl 20:00

Laugardaginn 29. október kl 18:00

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér:

THE SLEEPING BEAUTY 4. og 5. nóvember

TAB_SleepingBeauty_LR_quadÁlfar, prins og álagakoss, Þyrnirós fær svo sannarlega að njóta sín í nýrri nútímalegri uppfærslu David McAllister, einu ástælasta ævintýri allra tíma. Ekki missa af augnablikinu þegar Þyrnirós vaknar upp frá 1000 ára svefni!

Sýningin, í uppfærslu Ástralska ballettsins, er færð inn í kvikmyndahús í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum!

Sýningar eru 4. og 5. nóvember kl 20:00.

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér: 

 

HNOTUBRJÓTURINN 25. og 26. nóvember og 2. og 3. desember

nutcrackerEkki missa af Hnotubrjótinum í hátíðaruppfærslu New York ballettsins, en uppselt hefur verið á sýninguna aftur og aftur í stóra eplinu.

Jólin byrja í Bíó Paradís, sjónarspil sem þú vilt upplifa á hvíta tjaldinu í sannkölluðum jóla anda.

25. og 26. nóvember kl 20:00

2. og 3. desember kl 20:00

 Sýningartímar og miðasala hér: 

Leikhús

THE DEEP BLUE SEA 15. og 16. október

6. Tom Burke and Helen McCrory in The Deep Blue Sea. Photography by Richard Hubert Smith (1)

Helen McCrory leikur aðalhlutverkið í meistaraverki Terence Rattigan, þar sem hún fæst við tilþrifamikið og kröftugt drama.

Við erum stödd í íbúð í Ladbroke Grove í Vestur-London 1952. Nágrannar Hester Collyer finna hana eftir misheppnaða sjálfsvígstilraun. Ýmislegt kemur upp á yfirborðið í kjölfarið, framhjáhald hennar við fyrrum RAF flugmann og sundrung hjónabands hennar við háttsettann dómara. Verkið er portrett af þrá, einmannaleika og bældri ástríðu á eftirstríðsárunum.

Verkið hefur hlotið ótvírætt lof og góða dóma.

Laugardagurinn 15. október kl 20:00

Sunnudagurinn 16. október kl 20:00

Miðasala hér:   Facebook viðburður hér: 

THE ENTERTAINER 19. 20. 26. og 27. nóvember

THE ENTERTAINER_FINAL

The Entertainer, sagan gerist á árunum eftir stríð í Bretlandi en um er að ræða nútíma klassík í lifandi uppfærslu Branagh leikshússins (Branagh Theatre Live).

Leikhús með Kenneth Branagh í aðalhlutverki í leikstjórn Rob Ashford, skelltu þér á fremsta bekk í Bíó Paradís!
Laugardaginn 19. nóvember kl 20:00
Sunnudaginn 20. nóvember kl 20:00
Laugardaginn 26. nóvember kl 20:00
Sunnudaginn 27. nóvember kl 20:00

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér: 

THREEPENNY OPERA 7. 8. 14. og 15. janúar

nt_threepennyopera_photorichardhubertsmith-4444

Söngleikur í glænýrri uppfærslu Breska Þjóðleikhússins, húmor, kaldhæðni og frábær skemmtun þar sem við færum gestum leikhúsið á fremsta bekk í bíó!

Laugardaginn 7. janúar kl 20:00

Sunnudaginn 8. janúar kl 20:00

Laugardaginn 14. janúar kl 20:00

Sunnudaginn 15. janúar kl 20:00

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér: 

Tónlist

ONE MORE TIME WITH FEELING 1. desember

One More Time With Feeling Portrait poster (1)

One More Time With Feeling er heimildamynd sem fjallar um nýjustu breiðskífu Nick Cave and the Bad Seeds sem nefnist Skeleton Tree og kom út 9. september.

*Bætt hefur verið við aukasýningum vegna fjölda áskoranna!

1.desember kl 17:45

1.desember kl 20:00

1.desember kl 22:15

Uppselt var á allar sýningar sem boðið var upp á í haust og því gildir lögmálið, fyrstur kemur fyrstur fær. Miðasala er hafin hér:

Off Venue Airwaves

Dagskrána má sjá hér, ókeypis inn og allir velkomnir

 

FIÐLUSNILLINGURINN SNÝR AFTUR! 5. og 6. nóvember

120714, Maastricht: Andre Rieu Vrijthof 2014. Foto: Marcel van Hoorn.

Hollenski fiðlusnillingurinn André Rieu færir okkur stórkostlega tónleika í Maastricht 2016, en hann hefur verið kallaður Konungur valsins. Flugeldasýningar, sópransöngvarar, tenórar og sérstakir gestir ásamt hinni heimsfrægu Johann Strauss stórsveit.

Við lofum gæsahúð, lófaklappi og töfrandi kvöldi í Bíó Paradís!

Laugardaginn 5. nóvember kl 20:00 og Sunnudaginn 6. nóvember kl 20:00.

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér: 

DAVID BOWIE IS

David Bowie is_Main Image_(c) Brian Duffy@The David Bowie Archive

Í tilefni af afmæli og dánarafmæli tónlistargoðasagnarinnar DAVID BOWIE mun Bíó Paradiís taka til sýninga heimildamyndina David Bowie is þar sem farið er yfir feril listamannsins þar sem m.a. verður farið yfir handskrifaða texta, upprunalega búninga, tísku, ljósmyndir, kvikmyndir, tónlistarmyndbönd, sviðshönnun, hljóðfæri David Bowie og listaverk sem prýða plötur og diska tónlistarmannsins.

Ýmsum góðum gestum bregður fyrir líkt og japanska fatahönnuðinum Kansai Yamamoto og Jarvis Cocker (Pulp) þar sem farið verður yfir feril Bowie.

Sýningarnar verða sem hér segir

Föstudagurinn 6. janúar 2017 kl 18:00

Laugardagurinn 7. janúar 2017 kl 20:00

Sunnudagurinn 8. janúar 2017 (afmælisdagur Bowie) kl 20:00

Mánudagurinn 9. janúar 2017 kl 18:00

Þriðjudagurinn 10. janúar 2017 (Eins árs dánarafmæli Bowie) kl 20:00

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér: 

Myndlist

LEONARDO 11. og 12. nóvember

leonardo-quad-pdf-1-page-001

Við skyggnumst inn í heim sýningarinnar um Leonardo da Vinci í Bíó Paradís, þar sem þú upplifir verk hans á einstaklega nýjann og ferskan máta.

Föstudaginn 11. nóvember kl 20:00

Laugardaginn 12. nóvember kl 18:00

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér:

 

EDVARD MUNCH 18. og 19. nóvember

eos-munch_positioning-painting-exhibition-on-screenEkki missa af hinni stórbrotnu sýningu sem sett var upp í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Edvard Munch, lykillistamanni í nútímamyndlistarsögu sem sett var upp í Osló.

A splendid idea!’ – Stephen Fry

‘A completely different experience of viewing an art exhibition’ – The Nordic Page

Föstudaginn 18. nóvember kl 20:00

Laugardaginn 19. nóvember kl 18:00

Miðasala hér:  Facebook viðburður hér: 

 

Skoða fleiri fréttir