Fréttir

Haustdagskrá Bíó Paradís kynnt

21/09/2015

Bíó Paradís kynnir stórglæsilega haustdagskrá hlaðna alþjóðlegum verðlaunakvikmyndum og stórkostlegum kvikmyndaviðburðum ásamt frumsýningum á íslenskum heimildamyndum. Svartir Sunnudagar snúa aftur þann 11. október.

Hægt er að kynna sér dagskrána nánar hér:

OKTÓBER

stille-hjerte-dvdStille Hjerte

Þrjár kynslóðir fjölskyldu hittast yfir helgi. Móðirin sem glímir við veikindi óskar þess að fá að deyja áður en að sjúkdómur hennar versnar og það setur fjölskylduna í afar erfiða stöðu.

Myndin skartar úrvalsliði leikara, m.a. Papriku Steen og Ghita Nørby í leikstjórn Bille August. Dönsk gæðamynd, sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.

 

Johanna4Jóhanna: Síðasta orrustan

Í myndinni er fylgst með störfum Jóhönnu Sigurðardóttur síðustu mánuði hennar í embætti forsætisráðherra Íslands. Hún reynir að fá Alþingi til að samþykkja nýja stjórnarskrá en nýr formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, lætur af þeirri stefnu hennar að knýja málið í gegn.

 

Aida_1509_LR_quad-page-001Aida – Ástralska óperan

Í þessu meistaraverki Verdi, eru málefni hjartans sett upp á móti við stórkostlegri tilveru heimsins. Óperan er sett upp á tilkomumesta stað sem hugsast getur, höfninni í Sidney þar sem sólin sest í baksýn. Tryggðu þér einstaka upplifun þar sem sýningin nær hápunkti að lokum með geysilegri flugeldasýningu undir ægðaróð Amneris. Sýningin er á ítölsku með enskum texta.

 

Screenshot-2015-06-29-15.35_previewArcide Fire: The Reflektor Tapes og tónleikar 

Glæný kvikmynd þar sem fylgst er með hljómsveitinni Arcade Fire við undirbúning á gerð plötunnar Reflektor, þar sem áhorfendur eru fluttir inn í stóbrotið ferðalag hljóðheims og sjónræns landslags hljómsveitarinnar. Fylgst er með hljómsveitinni þar sem hún leggur drög að plötunni á Jamæka, upptökuferlinu í Montreal, óvæntum tónleikum á hóteli á Haítí á fyrsta kvöldi karnivalsins, fram að tónleikunum í Los Angeles og London, þar sem áhorfendur stóðu á öndinni. Eftir sýninguna þann 17. október verða tónleikar í Bíó Paradís kl 20:00.

 

1217229_ice-and-the-skyIce and the Sky

Franski leikstjórinn Luc Jacquet sem er einna þekktastur fyrir heimildamyndina March of the Penguins sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildamyndin árið 2005 teflir hér fram Ice and The Sky, sem var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2015. Myndin fjallar um vísindamanninn Claude Lorius, sem rannsakaði ís Antartíku árið 1957. Hann segir frá sögu plánetunnar okkar og framtíðarinnar sem er mótuð af mannfólkinu. Hér er um að ræða einstakt vísindalegt ævintýri manns sem helgað hefur líf sitt leitinni að sannleikanum um tilveruna í hjarta hinnar frosnu veraldar. Leikstjórinn sjálfur mun koma til Íslands og opna myndina formlega í Bíó Paradís í tengslum við Artic Circle ráðstefnuna sem haldin verður 16. – 18. október.


Catherine Deneuve invites a gorilla into her boudoir in The Brand New TestamentThe Brand New Testament 

Guð er andstyggilegur bastarður frá Brussel, en dóttir hans er staðráðin í því að koma hlutunum í lag í þesasri brjálæðislega skemmtilegu gamanmynd í leikstjórn Jaco Van Dormael. Myndin var sýnd á Directors’ Fortnight á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2015.

 

NÓVEMBER
MAC_L3A5282Macbeth

Macbeth fjallar um miskunnarlausan og metnaðargjarnan skoskan lávarð sem nær völdum í Skotlandi með hjálp undirförular eiginkonu sinnar og þriggja norna. Myndin gerist á 11. öld og er upprunalegur texti Shakespeare notaður.

Kvikmyndin er byggð á klassísku verki eftir William Shakespeare, með Michael Fassbender, Elizabeth Debicki og Marion Cotillard í aðalhlutverkum. Myndin var tilnefnd til aðalverðlauna Palme O ´dor á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2015.

 

12.valley_of_love__c__les_films_du_worso_-_lgm_cine__maValley of Love 

Isabelle og Gérard hittast á sérkennlegum forsendum í Dauðadal Kaliforníuríkis, en þau hafa ekki séð hvort annað í mörg ár. Sonur þeirra Michael sem hafði framið sjálfsmorð 6 mánuðum áður hafði stefnt þeim saman. Myndin var í keppnisflokki Palme d´Or á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2015. Gérard Depardieu og Isabelle Huppert birtust síðast saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Loulou árið 1980, en frammistaða Depardieu í myndinni er ljúf og hjartnæm og er af mörgum talin hans besta í áraraðir.

 

45-years-545 Years 

Hjón sem skipuleggja 45 ára brúðkaupsafmæli sitt, fá óvænt sent bréf sem mun mögulega breyta lífi þeirra til frambúðar. Myndin var sýnd í keppnisflokki Berlínarhátíðar 2015 en báðir aðalleikarar myndarinnar hlutu silfurbjörn hátíðarinnar fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2015.

 

documentary 2013, aneta.popiel@pigment.pl

Ultima Thule 

Sýningar á klassískum pólskum kvikmyndum, sem sumar hverjar verða með lifandi undirleik í samstarfi við Pólska kvikmyndasafnið 12. – 16. nóvember.

 

 

Skoða fleiri fréttir