Fréttir

Leikhússýningar í hæsta gæðaflokki í Bíó Paradís!

17/11/2016

Við bjóðum upp á stórkostlegar leikhússýningar í Bíó Paradís – komdu og vertu með okkur á fremsta bekk!

THE ENTERTAINER 

THE ENTERTAINER, , The Garrick Theatre, London, 2016, credit: Johan Persson

The Entertainer, sagan gerist á árunum eftir stríð í Bretlandi en um er að ræða nútíma klassík í lifandi uppfærslu Branagh leikshússins (Branagh Theatre Live).

Leikhús með Kenneth Branagh í aðalhlutverki í leikstjórn Rob Ashford, skelltu þér á fremsta bekk í Bíó Paradís! Miðasala hafin hér: 

Sýningar
Laugardaginn 19. nóvember kl 20:00
Sunnudaginn 20. nóvember kl 20:00
Laugardaginn 26. nóvember kl 20:00
Sunnudaginn 27. nóvember kl 20:00

THE THREEPENNY OPERA 

nt_threepennyopera_photorichardhubertsmith-4444

Söngleikur í glænýrri uppfærslu Breska Þjóðleikhússins, húmor, kaldhæðni og frábær skemmtun þar sem við færum gestum leikhúsið á fremsta bekk í bíó! Túskildingsóperan synti á móti straumi og stefnum, ristilspeglaði borgaraleg gildi og var annaðhvort lofsungin eða úthrópuð sem argasta klám. Miðasala hafin hér: 

Tryggðu þér miða í tæka tíð!

07. jan kl 20:00

08. jan kl 20:00

14. jan kl 20:00

15. jan kl 20:00

NO MAN´S LAND 

1_converted

Breska Þjóðleikhúsið færir okkur No Man´s Land með þeim Ian McKellen og Patrick Stewart í aðalhlutverkum en um er að ræða upptöku af lifandi uppfærslu sem færir þér verkið upplifun, líkt og þú sitir á fremsta bekk í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum. Miðasala er hafin hér: 

Sýningar:

28. janúar kl 20:00

29. janúar kl 20:00

4. febrúar kl 20:00

5. febrúar kl 20:00

AMADEUS 

amadeus-production_banner

Tónlist. Völd. Öfund. Sýningin fjallar um samband Wolfgang Amadeus Mozart og Antonio Salieri, hirðtónskálds austuríska keisarans á síðari hluta átjándu aldar. Með Lucian Msamati (Luther, Game of Thrones, NT Live: The Comedy of Errors) í aðalhlutverki, býður Breska Þjóðleikhúsið upp á ógleymanlega kvöldstund í leikhúsinu. Miðasala er hafin hér:

Sýningar

11. mars kl 20:00

12. mars kl 20:00

HEDDA GABLER 

hedda-gabler-production_banner

„Ég hef enga hæfileika í lífinu“

Nýgift. Leiðist nú þegar. Hedda þráir að vera frjáls …Leikstjórinn Ivo van Hove (A View from the Bridge -Young Vic Theatre) snýr aftur til Breska Þjóðleikhússins með nútímalega uppfærslu af meistaraverki Ibsen með Ruth Wilson (Luther, The Affair, Jane Eyre) í aðalhlutverki í nýrri útgáfu eftir Patrick Marber (Notes on a Scandal, Closer). Miðasala er hafin hér: 

Sýningartímar

15. apríl 2017 kl 20:00

16. apríl 2017 kl 20:00

22. apríl 2017 kl 20:00

23. apríl 2017 kl 20:00

Skoða fleiri fréttir