Bíó Paradís býður upp á gullmola, einn fimmtudag í mánuði sumarið 2024! Ostahlaðborð fylgir hverjum seldum miða og rauðvín á sérstöku gullmolatilboði á Bíóbarnum!
Við hefjum leikinn á hinni gríðarvinsælu kvikmynd Druk, með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki, myndin sem hlaut Óskarsverðlauninn sem besta erlenda kvikmynd ársins 2021. Myndin er sýnd fimmtudaginn 6. júní kl 19:00!
Næst á dagskrá er La Belle Épogue (Fagra Veröld) sem sló aðsóknarmet eftir Franska kvikmyndahátíð, nostalgísk “feel-good” mynd sem sýnd verður fimmtudaginn 4. júlí kl 19:00!
Í ágúst sýnum við hina gríðarvinsælu The Triangle of Sadness, sem bæði hlaut Gullpálmann í Cannes og var valin besta Evrópska mynd ársins 2022 í leikstjórn Ruben Östlund. Myndin sló aðsóknarmet í Bíó Paradís, en verður sýnd á gullmolakvöldi fimmtudaginn 8. ágúst kl 19:00!