Fréttir

Stockfish 10 ára!

13/03/2024

Stockfish kvikmyndahátíðin er haldin í samvinnu við öll fagfélögin í kvikmyndagreiningu á Íslandi og leggur áherslu á að styrkja tengsl og stuðla að samvinnu milli kvikmyndageirans á Íslandi og erlendis.

Hrönn Kristinsdóttir er listrænn stjórnandi og Carolina Salas framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem í ár verður haldin í tíunda sinn dagana 4.-14. apríl í Bíó Paradís.

Markmið Stockfish er að þjóna samfélaginu sem hátíðin sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands.

Hátíðin leggur áherslu á að tefla fram metnaðarfull dagskrá fyrir hátíðargesti og eru t.a.m. einungis sýndar yfir 25 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir á hátíðinni. Dagskrá bransadaga Stockfish tekur alltaf mið af þörfum og óskum kvikmyndabransans hverju sinni.

Allt um hátíðina hér:

Skoða fleiri fréttir