Fréttir

Sumardagskrá bíósins // Summer in Bíó Paradís!

30/05/2016

Bíó Paradís kynnir: Sumar í Bíó Paradís!

Við kynnum fjölbreytta dagskrá í sumar, frumsýningar, brot af því besta, sérsýningar og íslenskar myndir með enskum texta.

FRUMSÝNINGAR / NEW RELEASES

JÚNÍ / JUNE 

1492Arabian Nights: Volume 1 – The Restless One

Drama, Miguel Gomes, 2015, 125 min., Portugal (with English subtitles)

Samtímaatburðir í Portúgal efnahagshrunsins eru fléttaðir inní formið sem sagnaþulurinn Scheherazade notaði á gullöld arabísks kveðskapar. Úr verður epískur sagnabálkur í þremur hlutum, uppgjör leikstjóra við þjóðina sem fóstraði hann. Þetta er fyrsta myndin í þríleiknum.

Set in Portugal, with a plot drawn from current events. The structure of the film is based on One Thousand and One Nights, in which Scheherazade tells stories to save her life. This is the first film in an epic trilogy, a director‘s passionate analysis of the country that bred him.

The-Treasure-1024x683The Treasure 

Gamanmynd / Comedy, Corneliu Porumboiu, 2015, 90 min., Romania (with English subtitles)

Costi lifir frekar friðsömu lífi. Á kvöldin les hann fyrir sex ára gamlan son sinn, en uppáhaldssaga hans er sagan um Hróa Hött. Einn góðan veðurdag bankar nágranni þeirra Adrian upp á, og fer að segja Costi frá dularfullum fjársjóð sem hann telur vera grafinn á jörð langa- langaafa síns á tímum kommúnista. Adrian stingur upp á því að ef Costi hjálpar honum að leigja málmleitartæki þá fái hann helming fjársjóðsins að launum.

Costi’s peaceful life is interrupted one day by his neighbor Adrian. Adrian has learned about a mysterious treasure that his great-grandfather buried, to keep it from the Communists. Since Adrian is broke, he proposes a deal. If Costi will put up the money to rent a metal detector, he can keep half the treasure.

JÚLÍ / JULY

Arabian-Nights-Volume-Two-The-Desolate-OneArabian Nights: Volume 2 – The Desolate One

Drama, Miguel Gomes, 2015, 131 min., Portugal (with English subtitles)

Samtímaatburðir í Portúgal efnahagshrunsins eru fléttaðir inní formið sem sagnaþulurinn Scheherazade notaði á gullöld arabísks kveðskapar. Úr verður epískur sagnabálkur í þremur hlutum, uppgjör leikstjóra við þjóðina sem fóstraði hann. Þetta er önnur myndin í þríleiknum.

Set in Portugal, with a plot drawn from current events. The structure of the film is based on One Thousand and One Nights, in which Scheherazade tells stories to save her life. This is the second film in an epic trilogy, a director‘s passionate analysis of the country that bred him.

The-Assasssin-stillThe Assassin

Drama, Hou Hsiao-Hsien, 2015, 105 min., Taiwan/China (with English subtitles)

Hin fagra og leyndardómsfulla Yinniang starfar sem launmorðingi í Kína á tímum Tang-keisaraveldisins á níundu öld. Um er að ræða sjónræna veislu, sögu um ást og heiður, pólitík og félagslega helgisiði í boði meistara Hsiao- Hsien Hou, þar sem hver rammi kvikmyndarinnar gæti í raun verið málverk.

Hou Hsiao-Hsien’s painterly tale of Tang dynasty intrigue is a magnificent blend of fleet-footed action, dark magic and emotional realism. A visually sumptuous tale of love and honor, politics and social ritual, interwoven with a talismanic narrative about a caged bluebird singing itself to death when presented with its own mirror image.

BlueRoom1-1600x900-c-defaultThe Blue Room 

Crime/Thriller, Mathieu Amalric, 2014, 76 min., France (with English subtitles)

Julien (Mathieu Amalric) og Esther (Stéphanie Cléau) halda fram hjá mökum sínum í hótelherbergi – og þar hittum við þau fyrst. En í næstu senu er verið að yfirheyra Julien – og ljóst að alvarlegra er í spilunum en skilnaður. Skömmu síðar erum við hins vegar aftur komin í félagsskap parsins á hótelherberginu – og vitum ekki enn hvað gerðist. Hægt og rólega kemur þó sitthvað meira í ljós – en mun áhorfandinn einhvern tímann fá að vita allan sannleikann?

A man and a woman, secretly in love, alone in a room. They desire each other, want each other and even bite each other. In the afterglow, they share a few sweet nothings. At least the man seemed to believe they were nothing. Now under investigation by the police and the courts, what is he accused of?

ÁGÚST / AUGUST 

arabiannightsvol32-1600x900-c-defaultArabian Nights: Volume 3 – The Enchanted

Drama, Miguel Gomes, 2015, 125 min., Portugal (with English subtitles)

Samtímaatburðir í Portúgal efnahagshrunsins eru fléttaðir inní formið sem sagnaþulurinn Scheherazade notaði á gullöld arabísks kveðskapar. Úr verður epískur sagnabálkur í þremur hlutum, uppgjör leikstjóra við þjóðina sem fóstraði hann. Þetta er þriðja myndin í þríleiknum.

Set in Portugal, with a plot drawn from current events. The structure of the film is based on One Thousand and One Nights, in which Scheherazade tells stories to save her life. This is the third film in an epic trilogy, a director‘s passionate analysis of the country that bred him.

cemetery-of-splendor-still4Cemetery of Splendor

Drama, Apichatpong Weerasethakul, 2015, 122 min., Thailand (with English subtitles)

„Fáir leikstjórar utan David Lynch sýna jafnmikla leikni og næmni við að túlka tungumál drauma og Apichatpong Weerasethakul“ segir gagnrýnandi Variety. Af miklu listfengi er tælenskri sögu, minni og dulspeki fléttað saman í mynd þar sem framtíðin og fortíðin verða sem ein heild, draumar eru raunverulegir og hversdagslegir hlutir verða töfrum líkastir.

“Few filmmakers this side of David Lynch are as adept or intuitive as Apichatpong Weerasethakul when it comes to appropriating the language of dreams,” says a Variety critic. Apichatpong Weerasethakul drifts off into another world that teasingly blends the spiritual and the mundane.

THE YEAR’S GREATEST HITS // BESTU KVIKMYNDIR ÁRSINS! 

In case you missed them the first time around, here are some cinematic highlights from the past year! Screened all summer long.

Misstir þú af bestu kvikmyndum ársins? Þessar verða sýndar í allt sumar í Bíó Paradís.

carol-poster youth thewitch

suffragette-2015-movie-poster the-danish-girl international character poster 2

spotlight-poster concussionpostersmall anomalisa2

Love_3D 660x1020 Bíó stærð 5 nóv 2015 --45-page-001 citizenfour

Son of Saul-page-001 Poster_BRAND_NEW_TESATMENT_eng MARGUERITE plakat skjáproof-page-001

CULT CLASSICS 

Dancing and singing, camp and gore! Films everyone needs to see, at least once! // Það er allt að gerast í sumar í Bíó Paradís! Komdu í bíó!
2D26991D00000578-3262569-The_Rocky_Horror_Picture_Show_cast_got_together_for_the_first_ti-m-62_1444171559161The Rocky Horror Picture Show

Friday, June 3, at 20:00, and Thursday, June 9, at 20:00 Tickets are on sale here 

Comedy/Musical, Jim Sharman, 1975, 100 min., UK/USA (in English)

Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg.

When a straight-laced couple is stranded on a stormy night, they take refuge in a old, dark mansion full of weirdos led by a mad transvestite scientist. This bizarrely entertaining and highly satisfying musical was a huge box-office draw and continues to be a one-of-a-kind cult classic.

FootlooseFootloose

Friday, July 1, at 20:00

Drama/ Music/Romance, Herbert Ross, 1984, 107 min., USA (in English) Tickets are on sale here 

Kevin Bacon upp á sitt besta í tónlistardansmyndinni Footloose, en margir kannast við titillagið sem varð gríðarlega vinsælt víða um heim. Kastaðu af þér sunnudagsskónum og komdu að dansa í Bíó Paradís!

A city teenager moves to a small town where rock music and dancing have been banned, and his rebellious spirit shakes up the populace. A true cult classic that makes you feel like dancing! With Kevin Bacon!

GAC_CluelessClueless 

Friday, July 22, at 20:00

Comedy/Romance, Amy Heckerling, 1995, 97 min., USA (in English) Tickets are on sale here 

Alicia Silverstone í ógleymanlegu hlutverki sem dekurdrósin Cher. Myndin fjallar um hóp forríkra og ofdekraðra krakka í Beverly Hills þar sem allt snýst um vinsældir og að falla inn í hópinn. Myndin er lauslega byggð á skáldsögunni Emma eftir Jane Austin.

A rich high school student tries to boost a new pupil’s popularity without affairs of the heart getting in the way. Starring Alicia Silverstone, Brittany Murphy and Paul Rudd. Loosely based on Jane Austen’s novel Emma.

SeymourAndA1Little Shop of Horrors

Friday, August 5, at 20:00

Comedy/Musical/Sci-fi, Frank Oz, 1986, 94 min., USA (in English) Tickets are on sale here: 

Hver man ekki eftir hinum seinheppna starfsmanni blómabúðar (leikin af Rick Moranis) sem finnur ástina með hjálp mannætublóms, sem þarfnast stöðugrar athygli? Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, fyrir bestu tæknibrellur og besta frumsamda lagið.

A nerdy florist finds his opportunity for success and romance with the help of a giant man-eating plant, which demands to be fed. With an all-star cast that includes Rick Moranis, Steve Martin, John Candy and Bill Murray.

clockworkA Clockwork Orange

Friday, August 26, at 20:00

Crime/Drama/Sci-fi, Stanley Kubrick, 1971, 136 min., UK/USA (in English) Tickets are on sale here: 

Sagan fjallar um Bretland í dystópískri framtíð þar sem tómhyggja og ofbeldishneigð einkennir ungar kynslóðir sem alast upp í sjúku samfélagi sem er allt í senn spegilmynd fortíðar, nútíðar og framtíðar. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu Anthony Burgess. Kvikmynd í leikstjórn Stanley Kubrick, sem þú vilt ekki missa af á hvíta tjaldinu!

The great Stanley Kubrick’s ultraviolent, over-indulgent and graphically stylized film of the near future. A terrifying, gaudy adaptation of Anthony Burgess’s 1962 satiric, futuristic novel of the same name.

THE ICELANDIC FILM MIRACLE

Icelandic cinema is on the rise. Here’s a choice sampling of the country’s best, from landscapes and music to pure cinematic artistry. Screening all summer long, and all with ENGLISH SUBTITLES.

RAMS_posterRams (Hrútar)

Drama, Grímur Hákonarson, 2015, 90 min., Iceland (with English subtitles)

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Myndin var valin besta myndin í Un Certain Regard flokknum í kvikmyndahátíðinni á Cannes.

In a remote Icelandic farming valley, two brothers who haven’t spoken for 40 years have to come together in order to save what’s dearest to them – their sheep. Winner of the Un Certain Regard Prize at the 2015 Cannes Film Festival.

sparrows_film_posterSparrows (Þrestir)

Drama, Rúnar Rúnarsson, 2015, 99 min., Iceland (with English subtitles)

Þrestir er ljóðrænt drama sem fjallar um Ara, 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma. Samband hans við föður sinn er erfitt og margt hefur breyst í plássinu þar sem hann ólst upp. Ari endurnýjar kynnin við Láru, æskuvinkonu sína og þau laðast að hvort öðru. Myndin vann Gullnu skelina fyrir bestu mynd á San Sebastián International Film Festival, 2015.

Sixteen-year-old Ari, who has been living with his mother in Reykjavík, is suddenly sent back to the remote West Fjords to live with his father. His relationship with his father turns difficult and he finds that his childhood friends have changed. Amid these hopeless and decaying surroundings, Ari has to step up and find his way. Winner of the best film at the 2015 San Sebastián International Film Festival.

 virgin_mountain_2-page-001Virgin Mountain (Fúsi)

Drama, Dagur Kári, 2015, 93 min., Iceland (with English subtitles)

Fúsi segir frá titilpersónunni Fúsa, sem er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn. Myndin vann Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015.

Fúsi is in his forties and has yet to find the courage to enter into the adult world. He sleepwalks through everyday life, where routine is key. When a vivacious woman and an 8-year-old girl unexpectedly enter his life, he is forced to take a leap. Winner of the 2015 Nordic Council Film Prize.

4b7786d53bcb8b6161d0c78aefdff1ef_f4978Of Horses and Men (Hross í Oss)

Comedy/Drama/Romance, Benedikt Erlingsson, 2013, 81 min., Iceland (with English subtitles)

Dramatísk sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Myndin hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014.

A country romance about the human streak in the horse and the horse in the human. Love and death become intertwined, with enormous consequences. Shows the fortunes of the people in the countryside from the horses’ perspecitve. Winner of the 2014 Nordic Council Film Prize.

dreamland-poster-565x800_grandeDreamland (Draumalandið)

Documentary, Thorfinnur Gudnason and Andri Snær Magnason, 2009, 89 min., Iceland (with English subtitles) Draumalandið fjallar um þjóð sem búin er að koma upp öllum sínum innviðum, hefur öll tækifæri í hendi sér en ákveður að gera landið að einni stærstu málmbræðslu í heiminum. Til þess þarf að fórna einstæðri náttúru og þenja efnahagskerfið til hins ítrasta.

How much unspoiled nature should we preserve? How much do we need to sacrifice in order to have clean, renewable energy? A disturbing portrait of corporate power taking over nature and small communities. The dark side of green energy.

poster_A2_nologo (1)-page-001Sigur Rós: Heima

Documentary/Music, Dean DeBlois, 2007, 97 min., Iceland (in English and Icelandic with English subtitles)

Í kjölfar tónleikahalds um allan heim sneri hljómsveitin Sigur Rós heim til Íslands sumarið 2006 og kom fram á röð óvæntra tónleika víðsvegar um landið.

In the summer of 2006, having toured the world over, the band Sigur Rós return home to Iceland to play a series of free, unannounced concerts. This magical film remains one of the most popular music films of all times.

101_Reykjavik_Icelandic_poster101 Reykjavík

Comedy/Romance, Baltasar Kormákur, 2000, 88 min., Iceland (with English subtitles)

Hlynur Björn, söguhetjan í 101 Reykjavík, er Reykvíkingur á fertugsaldri og býr í móðurhúsum. Líf hans er í föstum skorðum þar til Lola, spænskur flamíngó kennari með lesbískar hvatir, flyst inn til þeirra mæðgina.

A young man’s sexual impulses go haywire when he discovers that the woman he has just slept with happens to be his mother’s lesbian lover, and may be carrying his child. Living on benefits in the protected environment of his mother’s home, Hlynur has never felt the urge to venture beyond the confines of his microcosmic world: 101 Reykjavík. Baltasar Kormákur’s debut feature has achieved cult status and wide international recognition.

 

Skoða fleiri fréttir