Fréttir

Þýskir kvikmyndadagar 2020

12/02/2020

Bíó Paradís í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark og Þýska Sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í ellefta sinn dagana 14.- 23. febrúar 2020! Allar myndir verða sýndar á þýsku með enskum texta! Facebook viðburður

BALLOON – OPNUNARMYND 

Myndin er byggð á einum æsilegasta flótta sem framkvæmdur var frá Austur Þýskalandi þar sem tvær fjölskyldur svifu yfir landamærin í heimagerðum loftbelg! Byggð á sönnum atburðum sem lætur engan ósnortinn! Myndin er opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga 2020! Sjá sýningartíma og miðasölu hér

NEVER LOOK AWAY 

Þýski listamaðurinn Kurt Barnert flúði Austur – Þýskaland og býr nú í Vestur- Þýskalandi. Hann hefur aldrei komist yfir fortíðina í Austri þar sem hann ólst upp undir ógnarstjórn nasista og síðar þýska alþýðulýðveldisins. Sem ungur drengur upplifir Kurt hryllilega atburði og byggir listsköpun sína á ákveðnu frelsi sem hann hefur sem listamaður til að tjá tilfinningaskalann sem liggur að baki.

Eftir leikstjóra The Lives of Others, nú loks á hvíta tjaldinu! Never Look Away var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2019. Sjá sýningartíma og miðasölu hér

GUNDERMANN 

Myndin byggir á ævi Austur- Þýska tónlistarmannsins Gerhard Gundermann, áskorunum hans við lífið, tónlistina og lífsviðurværið sem vinnumanns í kolanámu. Svo flækist málið þegar leyniþjónusta þýska alþýðulýðveldisins (STASI) fer að skipta sér af Gundermann!

Kvikmynd sem þú vilt ekki missa af á Þýskum kvikmyndadögum 2020, en hún sló í gegn á þýsku kvikmyndaverðlaununum þar sem hún hreppti sex verðlaun, m.a. sem besta kvikmynd ársins. Sjá sýningartíma og miðasölu hér

SYSTEM CRASHER 

Myndin fjallar um hina níu ára gömlu Benni sem er barn í stöðugu stríði við hið kerfislæga umhverfi sem hún passar illa inn í.

Framlag Þýskalands til Óskarsverðlaunanna, System Crasher, er ein aðsóknamesta mynd ársins í heimalandinu í listrænum kvikmyndahúsum. Sjá sýningartíma og miðasölu hér

GULLFISKARNIR 

Stórskemmtileg gamanmynd sem kitlar hláturtaugarnar! Gullfiskarnir munu taka þig í ógleymanlegt ferðalag!

Óliver er með allt á hreinu, ungur bankamaður á uppleið. Einn daginn lendir hann í bílslysi og þarf að takast á við nýjan veruleika í hjólastól í kjölfarið.

Á endurhæfingaheimilinu kynnist hann hópi fjölbreyttra persóna sem kalla sig “gullfiskana” Þau komast á snoðir um auðvelda leið til þess að afla sér peninga og upphefst æsispennandi og sprenghlægileg atburðarás. Sjá sýningartíma og miðasölu hér

Skoða fleiri fréttir