Bíó Paradís í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark og Þýska Sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í ellefta sinn dagana 14.- 23. febrúar 2020! Allar myndir verða sýndar á þýsku með enskum texta! Facebook viðburður
BALLOON – OPNUNARMYND
Myndin er byggð á einum æsilegasta flótta sem framkvæmdur var frá Austur Þýskalandi þar sem tvær fjölskyldur svifu yfir landamærin í heimagerðum loftbelg! Byggð á sönnum atburðum sem lætur engan ósnortinn! Myndin er opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga 2020! Sjá sýningartíma og miðasölu hér
Þýski listamaðurinn Kurt Barnert flúði Austur – Þýskaland og býr nú í Vestur- Þýskalandi. Hann hefur aldrei komist yfir fortíðina í Austri þar sem hann ólst upp undir ógnarstjórn nasista og síðar þýska alþýðulýðveldisins. Sem ungur drengur upplifir Kurt hryllilega atburði og byggir listsköpun sína á ákveðnu frelsi sem hann hefur sem listamaður til að tjá tilfinningaskalann sem liggur að baki.
Eftir leikstjóra The Lives of Others, nú loks á hvíta tjaldinu! Never Look Away var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2019. Sjá sýningartíma og miðasölu hér
Myndin byggir á ævi Austur- Þýska tónlistarmannsins Gerhard Gundermann, áskorunum hans við lífið, tónlistina og lífsviðurværið sem vinnumanns í kolanámu. Svo flækist málið þegar leyniþjónusta þýska alþýðulýðveldisins (STASI) fer að skipta sér af Gundermann!
Kvikmynd sem þú vilt ekki missa af á Þýskum kvikmyndadögum 2020, en hún sló í gegn á þýsku kvikmyndaverðlaununum þar sem hún hreppti sex verðlaun, m.a. sem besta kvikmynd ársins. Sjá sýningartíma og miðasölu hér
Myndin fjallar um hina níu ára gömlu Benni sem er barn í stöðugu stríði við hið kerfislæga umhverfi sem hún passar illa inn í.
Framlag Þýskalands til Óskarsverðlaunanna, System Crasher, er ein aðsóknamesta mynd ársins í heimalandinu í listrænum kvikmyndahúsum. Sjá sýningartíma og miðasölu hér
Stórskemmtileg gamanmynd sem kitlar hláturtaugarnar! Gullfiskarnir munu taka þig í ógleymanlegt ferðalag!
Óliver er með allt á hreinu, ungur bankamaður á uppleið. Einn daginn lendir hann í bílslysi og þarf að takast á við nýjan veruleika í hjólastól í kjölfarið.
Á endurhæfingaheimilinu kynnist hann hópi fjölbreyttra persóna sem kalla sig “gullfiskana” Þau komast á snoðir um auðvelda leið til þess að afla sér peninga og upphefst æsispennandi og sprenghlægileg atburðarás. Sjá sýningartíma og miðasölu hér
Skoða fleiri fréttir