Fréttir

VOD mynd vikunnar: The Broken Circle Breakdown

28/02/2017

The Broken Circle Breakdown í leikstjórn Felix van Groeningen, er byggð á vinsælu samnefndu leikriti eftir Johan Heldenbergh og Mieke Dobbels og segir sögu Elise og Didier, tveggja mjög svo ólíkra einstaklinga sem kynnast fyrir tilviljun. Þau verða ástfangin, gifta sig og Elise verður óvænt ólétt. Þegar barn þeirra greinist með ólæknandi sjúkdóm reynir á samband þeirra.

Myndin hefur farið sigurför um Evrópu og meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu Evrópsku myndina af Europa Cinemas Label og áhorfendaverðlaun Berlinale 2013. Myndin var auk þess tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaununum 2014.

Ótrúleg tónlist og mynd sem maður man eftir og snertir marga strengi hjartans!

Skoða fleiri fréttir