Benjamín dúfa – Barnakvikmyndahátíð 2019

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Fjölskyldumynd/Family movie
  • Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson
  • Handritshöfundur: Friðrik Erlingsson
  • Ár: 1995
  • Lengd: 91 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 4. Apríl 2019
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Guðrún Stephensen, Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery, Sigfús Sturluson, Hjörleifur Björnsson, Kári Þórðarson

Benjamín dúfa er byggð á samnefndri bók eftir Friðrik Erlingsson sem einnig er höfundur kvikmyndahandritsins, en sagan segir frá fjórum vinum og viðburðaríku sumri í lífi þeirra og er ein vinsælasta barnabók síðari tíma sem hefur skilið eftir sig djúp spor hjá nokkrum kynslóðum íslenskra lesenda.

Regla rauða drekans er stofnuð og þeir Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn ranglæti. Lífið virðist vera óslitið ævintýri, en það koma brestir í vináttuna, ævintýrið breytir um svip og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf félaganna.

Myndin verður sýnd í glænýrri stafrænni útgáfu og verður jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar!

Aðrar myndir í sýningu