Blindrahundur – Seeing Eye Dog

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Kristján Loðmfjörð
  • Handritshöfundur: Kristján Loðmfjörð
  • Ár: 2017
  • Lengd: 65 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 9. Nóvember 2017
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Andrés Gestsson, Gísli Helgason, Bjarni H. Þórarinsson, Hannes Lárusson, Pétur Arason, Sigurður Gylfi Magnússon, Halldór Björn Runólfsson, Guðmundur Oddur Magnússon, Jón Proppé, Kristinn E. Hrafnsson, Þröstur Helgason, Steinunn Svavarsdóttir.

Blindrahundur rekur ævi og störf myndlistarmannsins Birgis Andréssonar (1955-2007). Sem einkabarn ólst Birgir upp við afar sérstakar aðstæður með báða foreldra blinda. Hann var þekktur fyrir litríkan persónuleika og varð leiðandi listamaður sinnar kynslóðar á sviði íslenskrar samtímamyndlistar.

Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð hlaut bæði áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun Skjaldborgar- Hátíðar íslenskra heimildamynd 2017. 

Frumsýnd 9. nóvember með enskum texta. 

Framleiðandi: Tinna Guðmundsdóttir Meðframleiðandi: Ari Alexander Ergis Magnússon, Bergsteinn Björgúlfsson Stjórn kvikmyndatöku: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Kristján Loðmfjörð

Klipping: Kristján Loðmfjörð

Hljóðhönnun: Huldar Freyr Arnarson, Ragna Kjartansdóttir

Framleiðslufyrirtæki: Lortur framleiðslufélag ehf

English

Seeing Eye Dog outlines the life and work of artist Birgir Andrésson (1955-2007). As an only child, Andrésson grew up in unusual settings where both his parents’ were blind. He was known for his grand personality and became one of the leading Icelandic artists of his generation.

Premiered November 9th with English subtitles. 

Aðrar myndir í sýningu