Simon flytur frá Kaupmannahöfn til smábæjarins Vesterby. Hann er einangraður og einmana, þar til hann hittir Bjarke – sem kemur frá valdamikilli fjölskyldu í bænum og er erfingi fjölskyldufyrirtækis, sem bærinn byggir lífsviðurværi sitt á. Simon og Bjarke þróa með sér sterka vináttu. Þegar fjölskyldufyrirtækinu er skyndilega lokað vegna fjársvika er fjölskyldu Bjarke er kennt um. Reiði heimamanna í garð fjölskyldunnar vekur upp óhugnarlegar hliðar hjá Bjarke, og Simon stendur frammi fyrir því að þurfa að snú bakinu við Bjarke eða bjarga vini sínum sem berst við mikla sjálfseyðingarhvöt.
Íslenska leikkonan Laufey Elíasdóttir fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni og hið íslenska framleiðslufyrirtæki Pegasus stendur meðal annars á bak við þetta grípandi fyrsta leikstjórnarverkefni Martin Skovbjerg á kvikmynd í fullri lengd, en myndin hefur hlotið mikla athygli undanfarið á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn. Myndin er styrkt af New Danish Screen (undirdeild Dönsku Kvikmyndamiðstöðvarinnar) sem hefur það hlutverk að þróa ungt hæfileikafólk og stuðla að nýsköpun í kvikmyndageiranum, en danski þrillerinn Hinn seki // The Guilty (Den skyldige) var einnig gerð undir sömu formerkjum en hún sló óvænt í gegn og var meðal annars framlag Dana til Óskarsverðlaunanna 2019 sem besta erlenda bíómyndin.
Myndin verður sýnd á frummálinu dönsku með enskum texta!
English
Simon arrives in Vesterby from Copenhagen. He is an outsider in a brand new place and alone, until he meets Bjarke – Vesterby’s alpha male and heir to the local speaker factory. The two start challenging each other in intimate and transgressive actions as they forge a friendship. But when embezzlement forces Vesterby’s speaker factory to close, the town is bereaved of its livelihood, and Bjarke’s family is blamed. The anger thrust upon him by the locals triggers the beast in Bjarke, and Simon is faced with either having to turn away or save his friend from self-destruction.
The movie will be shown in original Danish language with English subtitles!