Við lokum sumrinu 2019 með stæl og þú vilt EKKI missa af þessu – vegna ótrúlegra vinsælda og mikillar eftirspurnar splæsum við í AUKA Partísýningu á DIRTY DANCING á sjóðandi heitri Föstudagspartísýningu 30. ágúst kl.20:00 þar sem stuð og stemning verða í fyrirrúmi!!! Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!
Dirty Dancing segir frá einu sumri árið 1963 á sumardvalarstað í Bandaríkjunum. Hin 17 ára Baby (Jennifer Grey) er í fríi ásamt fjölskyldu sinni og kemst fljótlega í kynni við fólkið á staðnum sem hefur atvinnu sína af að dansa við gestina. Þegar einn dansarinn veikist hleypur hún í skarðið og ekki líður á löngu þar til hún og mótdansarinn, Johnny (Patrick Swayze), fella hugi saman, fjölskyldunni til lítillar hrifningar.
Myndin var tilnefnd til ótal verðlauna og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta lagið, „(I‘ve had) the time of my life“.
English
We’ll close the summer 2019 with style and you do NOT want to miss out on this – due to extreme popularity and huge demand we’ll throw in an EXTRA PARTY Screening of DIRTY DANCING on a steamy hot Friday Night PARTY Screening on August 30th at 20:00 where the party mood will be through the roof!!! As usual the kiosk will be filled with sweets and the bar flowing with party-drinks that are of course allowed in the screening hall!
Spending the summer at a Catskills resort with her family, Frances Baby (Jennifer Grey) falls in love with the camp’s dance instructor, Johnny Castle (Patrick Swayze). The film won numerous awards including the ACADEMY AWARD for best original score „(I‘ve had) the time of my life“.