Aumingja Ivan Olsen er strítt í skólanum. Hann á í sífelldum vandræðum í viðureign sinni við gengi sem veit ekkert betra en að dæla vatni í buxurnar hans. Pabbi Ivan hefur litla samúð með honum, því hann er afar upptekin af ofurhetjunni Tarzan.
Ivan fær uppreisn æru einn góðan veðurdag, bæði gagnvart pabba sínum og stríðnispúkunum í skólanum þegar hann öðlast ofurkrafta. En spurningin er hvort kraftarnir leysi öll vandamálin hans?
Myndin var tilnefnd sem besta barnamyndin á hinum dönsku Robert verðlaunum auk þess sem hún vann verðlaun fyrir lag ársins í kvikmynd árið 2013. Frábærlega skemmtileg dönsk teiknimynd eftir skáldsögu Ole Lund Kierkegaard sem sýnd er með íslenskum texta.