Heavy Trip (Hevi Reissu) – Föstudagspartísýning!

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Grínmynd/Comedy
  • Leikstjóri: Juuso Laatio, Jukka Vidgren
  • Handritshöfundur: Juuso Laatio, Jukka Vidgren, Aleksi Puranen, Jari Olavi Rantala
  • Ár: 2018
  • Lengd: 92 mín
  • Land: Finnland, Noregur
  • Frumsýnd: 9. Janúar 2019
  • Tungumál: Finnska, enska og norska - enskur texti
  • Aðalhlutverk: Johannes Holopainen, Max Ovaska, Minka Kuustonen, Ville Tiihonen, Samuli Jaskio, Antti Heikkinen, Chike Ohanwe, Kai Lehtinen, Martti Syrjä

Turo er 25 ára sveitapiltur og er drullusama um allt og alla nema hljómsveitina Impaled Rektum sem hann eyðir öllum frítíma sínum í, en þar er hann söngvari harðasta (og eina) metalbandsins á svæðinu. Turo og hljómsveitarmeðlimunum býðst óvænt tækifæri lífsins að komast úr sveitinni og útí hinn stóra heim. Framundan býður þeirra eitt svakalegasta ferðalag allra tíma með þungarokki, grafarránum, víkingaparadís og vopnuðum átökum á milli Finnlands og Noregs!

Myndin sló algjörlega í gegn á EINU skipulögðu sýningunni hérlendis á Metal-Miðvikudegi 9.janúar, en vegna fjölda fyrirspurna frá æstum Metalhausum sem misstu af þeirri sýningu og öðrum sem skemmtu sér konunglega og vilja endilega sjá hana aftur, þá hefur okkur tekist að fá leyfi fyrir EINNI aukasýningu.

Ekki missa af geggjaðri föstudagspartísýningu á HEAVY TRIP 11. janúar 2019 kl.20:00 (enskur texti)!
P.S. Barinn/sjoppan verður stútfull af sætindum og partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

English

A young man is trying to overcome his fears by leading the most unknown heavy metal band in Finland, Impaled Rektum, to the hottest metal festival of Norway. The journey includes heavy metal, grave robbing, Viking heaven and an armed conflict between Finland and Norway.

The film was a huge success on the ONLY planned screening of the film in Iceland on a Metal-Wednesday January 9th, but due to many overwhelming requests from avid Metalheads that missed out on that screening as well as others that had a blast and are willing to see the film again, we have just managed to get a permission for a SINGLE extra screening.

Don’t miss out on a crazy Friday Night Party Screening of HEAVY TRIP on  January 11th 2019 @8pm (English subtitles)!
P.S. Our bar/kiosk will be filled with sweets and party-drinks that are of course allowed in the screening hall!