Jarðsetning

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Anna María Bogadóttir
  • Ár: 2021
  • Lengd: 52 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 9. Nóvember 2022
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta

„Við sýnum teikningar og módel af nýjum byggingum og skálum fyrir því þegar þær rísa. Við leggjum hornsteina og höldum reisugilli. Niðurrif og jarðsetning bygginga fer hins vegar iðulega fram í kyrrþey.“

Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu rís á sjöunda áratugnum í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Hálfri öld síðar fær byggingin dóm um að víkja. Innan úr byggingunni mætum við afli vélarinnar og kröftum náttúrunnar, verðum vitni að niðurrifi og upplausn bankans með daglegt líf borgarinnar í bakgrunni. Þetta er jarðsetning. Endalok stórhýsis á endastöð hugmynda um einnota byggingar.

Jarðsetning er íslensk heimildamynd sem frumsýnd er 9. nóvember í Bíó Paradís.

English

Built for a sleek and secure future the iconic Bank of Industries, was erected in downtown Reykjavík in the 1960s. Some fifty years later, we step inside the building and witness its geometrical and material dissolution before the backdrop of everyday life. Through a visual narrative of building materials returned to the earth, we face the interplay between humanity, machines, and the elements.

It’s an end of a building and the end of a bank. An interment of a building corpse at the end of the age of disposable building culture. www.urbanistan.is/interment

Screened with English subtitles.

Aðrar myndir í sýningu