Jeanne Dielman, 23 quai du Commerce, 1080 Bruxelles

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: Chantal Akerman
  • Ár: 1975
  • Lengd: 202
  • Frumsýnd: 13. Mars 2022

Sýnt verður nýtt, uppgert eintak frá Chantal Akerman safninu!! 

Meistaraverk Chantal Akerman sogar áhorfandann inn í raunveruleika húsmóður í Brussel á áttunda áratugnum. Myndin er sannkallað listaverk sem ýtir hversdagsleikanum út í slíkar öfgar að úr verður draumkenndur veruleiki.

Jeanne Dielman er nokkuð einmana ekkja sem býr með syni sínum. Hún stússast í dagverkunum, lappar upp á íbúðina og falbýður líkama sinn til þess að ná endum saman. Áhorfendum er boðið að fylgjast með þaulskipulagðri rútínunni, en eitthvað setur Jeanne Dielman út af laginu.

Myndin hefur verið lofuð af gagnrýnendum og hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim reglulega. Hún hefur orðið snnakölluð költ-klassík og birtist reglulega á listum gagnrýnenda yfir bestu verk kvikmyndasögunnar.

Sýnd á Svörtum sunnudegi 13. mars kl 19:00!

 

English

Newly restored copy of the film from the Chantal Akerman Foundation and Archive!

A 1975 arthouse film by Belgian master of filmmaking Chantal Akerman. The film pulls the audience into a slice of life of the life of a houswife. The mundane becomes almost dream-like in this extended and slow paced piece of art.

A lonely widowed housewife does her daily chores, takes care of her apartment where she lives with her teenage son, and turns the occasional trick to make ends meet. However, something happens that changes her safe routine.

Upon its release, critic Louis Marcorelles called it the “first masterpiece of the feminine in the history of the cinema”. It has become a cult classic and was the 19th-greatest film of the 20th century in a critics poll conducted by The Village Voice.

A Black Sunday screening on March 13th at 19:00!

Aðrar myndir í sýningu