Með allt á hreinu: Sing-Along Föstudagspartísýning!

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd, Tónlist/Music, Söngleikur/Musical
  • Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson
  • Handritshöfundur: Ágúst Guðmundsson, Eggert Þorleifsson, Stuðmenn
  • Ár: 1982
  • Lengd: 100 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 21. Júní 2019
  • Tungumál: Íslenska / Icelandic
  • Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Ragnhildur Gísladóttir, Valgeir Guðjónsson, Tómas M. Tómasson, Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon

Ekki missa af sannkallaðri íslenskri söngveislu þegar  MEÐ ALLT Á HREINU verður sýnd í sérstakri SING-ALONG útgáfu á ógleymanlegri Föstudagspartísýningu 21. júní kl.20:00 í Bíó Paradís – leikstjórinn Ágúst Guðmundsson mun kynna myndina fyrir áhorfendum áður en sýningin hefst! Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Söngtextar birtast með öllum lögum myndarinnar.

Með allt á hreinu er ein ástsælasta kvikmynd Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári. Myndin hefur nýlega verið sett í nýjan stafrænan búning með endurbættum hljóð- og myndgæðum, ásamt því að sérstakir fjöldasöngtextar birtast undir sönglögum myndarinnar. Það verður því sannkölluð söngveisla í Bíó Paradís á sérstakri Sing-Along Föstudagspartísýningu 21.júní kl.20:00!