NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

National Lampoon’s Christmas Vacation – Jólapartísýning!

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Gamanmynd
  • Leikstjóri: Jeremiah S. Chechik
  • Handritshöfundur: John Hughes
  • Ár: 1989
  • Lengd: 97 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 13. Desember 2019
  • Tungumál: Enska // English - NO subtitles
  • Aðalhlutverk: Chevy Chase, Beverly D'Angelo, Juliette Lewis

UPPSELT Í SAL 1! MIÐASALA HAFIN Í SAL 2 SJÁ HÉR: 

Chevy Chase fer á kostum sem hinn einlægi fjölskyldufaðir sem vill allt fyrir alla gera. Sprenghlægileg og sígild mynd sem kemur öllum í jólaskap á jólapartísýningu, föstudaginn 13. desember kl 20:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! 

Clark Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu hans, Eddie, ásamt allri fjölskyldunni í húsbílnum sínum. Clark er búinn að undirbúa húsið og skreyta með meira en 20.000 ljósaperum og búinn að ná í risastórt jólatré sem passar eiginlega ekki inn í stofuna

English

The Griswolds’ Christmas holiday is anything but an occasion for peace on earth and there’s certainly not much goodwill to spare when the rest of the repulsive family arrive for a spot of rejoicing. The third in the series is one of the best – who hasn’t lived through the horror of hanging the Christmas lights and then spending hours looking for the one bulb that’s broken?

Come join us and celebrate the Christmas preparation, Friday December 13th at 20:00! Screened with Icelandic subtitles!