NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Die Hard – Jólapartísýning!

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Tegund: Thriller, Spennumynd
  • Leikstjóri: John McTiernan
  • Handritshöfundur: Roderick Thorp (novel), Jeb Stuart (screenplay)
  • Ár: 1988
  • Lengd: 131 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Tungumál: Enska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Bruce Willis, Alan Rickman, Bonnie Bedelia

Einhver albesta jólamynd allra tíma en fyrsta kvikmyndin um lögreglumanninn John McClane sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur.

Die Hard var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, fyrir klippingu, hljóð, hljóðbrellur og brellur og hefur verið nefnd ein besta hasarmynd allra tíma.

Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum.

ATH!

Vegna COVID-19 veirunnar og yfirstandandi samkomubanns höfum við því miður neyðst til þess að aflýsa þessum viðburði.

 Við þökkum skilninginn og vonumst til þess að sjá ykkur sem fyrst aftur!

English

John McClane, officer of the NYPD, tries to save his wife Holly Gennaro and several others that were taken hostage by German terrorist Hans Gruber during a Christmas party at the Nakatomi Plaza in Los Angeles.

The film was nominated for four Academy Awards: Best Sound Editing, Best Film Editing, Best Sound Mixing and Best Visual Effects, and has been named one of the best action movies ever made.

ATT!

Because of the COVID-19 virus and the ongoing ban on public gatherings we have decided to cancel this event.

Thank you for your understanding and we hope to see you again soon!