Óskabörn þjóðarinnar – minningarsýning um Guðmund Bjartmarsson

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Jóhann Sigmarsson
  • Handritshöfundur: Jóhann Sigmarsson
  • Ár: 2000
  • Lengd: 85 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 11. Maí 2017
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Davíð Þór Jónsson, Grímur Hjartarson, Óttarr Proppé, Jón Sæmundur Auðarson

Óskabörn Þjóðarinnar – Minningarsýning um Guðmund Bjartmarsson í Bíó Paradís á fimmtudaginn 11 maí kl 20:00. ÓKEYPIS INN OG ALLIR VELKOMNIR!

Kvikmyndagerðarmaður, ljósmyndari, bóndi, Járnabindingamaður, kennari, skólastjóri og margt margt fleira. Guðmundur Bjartmarsson var fagmaður á mörgum sviðum.

Meistari er fallinn frá – Móðir jörð blessi vin minn. Hann var gull af manni. Ég þekkti hann mikið og við gerðum m.a. nokkur verkefni saman s.s. tvær kvikmyndir í fullri lengd, Óskabörn Þjóðarinnar og Ein Stór Fjölskylda sem að hann var kvikmyndatökumaður á. Við gerð þessara kvikmynda máttum við hafa ýmis hlutverk fyrir utan starfsvið okkar. Eitt þessara hlutverka var að kenna nýgræðingum tökin á kvikmyndamiðlinum aðallega vegna tímaleysis, takmarkaðra fjárráða og fólkseklu. Yfirleitt hafði fólkið ekki komið nálægt kvikmyndagerð áður. Flest af því fólki sem höfðu áhuga er orðið mjög fært á sínu sviði innan kvikmyndageirans í dag.

Viðburður á Facebook

English

Plan B focuses on the plight of a bunch of losers in Reykjavík: a motley crew of small-time thieves, crooks, and junkies living in a cloud of self-delusion and fantasy. Screened with English subtitles.

Aðrar myndir í sýningu