Pretenders

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama, Spennutryllir
  • Leikstjóri: Vallo Toomla
  • Ár: 2016
  • Lengd: 102 mín
  • Land: Eistland, Lettland, Litháen
  • Frumsýnd: 25. Febrúar 2017
  • Tungumál: Eistneska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Mari Abel, Andres Lepik, Laine Mägi

Þegar brestir koma í ástarsamband Önnu og Juhan bíðst þeim að fá sumarhús ríkra vina sinna lánað fyrir stutt frí. Þegar þangað er komið brestur á óveður og þau leyfa öðru pari að gista á meðan veðrinu slotar. Hitt parið ályktar að Anna og Juhan eigi þetta ríkmannlega hús og þau gera ekkert til að leiðrétta misskilninginn. Þvert á móti gangast þau upp í sínum nýju hlutverkum og fara að láta eigin beiskju bitna á þessu ókunnuga pari í þessu sálræna drama um sannleika og blekkingarnar í ástarsamböndum.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian, en þetta er fyrsta eistneska myndin sem sýnd er í keppni þar.

Sýningar:
25. febrúar, kl 20:00
27. febrúar, kl 20:15
3. mars, kl 22:15

English

Anna and Juhan are having troubles in their relationship and feel unable to move on with their lives. They take time off at their friends’ fancy summer house and once there, are forced to offer shelter to another couple caught in the storm. The couple assumes that the house belongs to Anna and Juhan and they do nothing to correct the mistake. Instead, they seize their new roles and start taking their mutual bitterness out on the strangers in this psychological drama about the truths and illusions of a relationship.

The film had its premiere at the New Directors sidebar at the San Sebastian Film Festival, but this is the first Estonian film to be shown in competition at the festival.

Screenings:
February 25th, at 20:00
February 27th, at 20:15
March 3rd, at 22:15

Aðrar myndir í sýningu