Q&A sýning með leikstjóranum Harutyan Khachatryan viðstöddum verður haldin laugardaginn 20. febrúar kl. 16. Myndin er hluti af retróspektive.
Árið 1988 varð jarðskjálfti í Armeníu sem kostaði hálfa milljón manns heimili sín. Hér fylgjumst við með ungum hjónum sem reyna að byggja upp nýtt líf í kjölfar þessara hörmunga – og á sama tíma eru sjálf Sovétríkin að liðast í sundur.
Armenski leikstjórinn Harutyun Khachatryan verður gestur Stockfish Film Festival í ár. Hann gerði fjölda stuttmynda á níunda áratugnum áður en hann gerði tvær leiknar myndir – Vindar óminnisins (Qamin unaynutyan) og Endastöðin (Verjin Kayaran). Undanfarið hefur hann verið að vinna að heimildamyndabálk í fimm hlutum – og hefur nýlokið við þann fimmta. Myndirnar eru þó aðeins lauslega tengdar – og þrjár þeirra eru sýndar á Stockfish – Til fyrirheitna landsins, Skáldið snýr aftur ogLandamæri. Hann er forsvarsmaður kvikmyndahátíðarinnar í Yerevan í Armeníu.
English
A Q&A screening with director Harutyan Khachatryan present will be held on Saturday February 20th at 16:00. The film is a part of a retrospective.
In 1988 a major earthquake left half a million Armenians homeless. Here we follow a young couple who try to build themselves a new life in the aftermath, dimly aware that during their struggles the whole Soviet empire is slowly collapsing.
Armenian director Harutyun Khachatryan will be a guest at Stockfish Film Festival this year. He made a number of short films in the 80s before making two feature films, The Wind of Oblivion and The Last Station. Recently he‘s been working on five thematically linked documentaries, the last of which he just finished. Three of those are shown at Stockfish; Return to the Promised Land, Return of the Poet andBorders. He‘s the general director of Armenia‘s Golden Apricot Yerevan International Film Festival.