RIFF 2018 – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík // Reykjavík International Film Festival

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Ár: 2018
  • Frumsýnd: 27. September 2018

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. Þessi hátíð verður sú fimmtánda í röðinni og mun hún standa yfir frá 27. september – 7. október 2018. Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni (raðað upp eftir dögum) er aðgengileg hérna: https://riff.is/dagskra/dagskra-eftir-dogum/

Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði –  í sundi, í helli eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni!

Dagskráin

Síðustu ár hafa um 100 kvikmyndir í fullri lengd frá um 40 löndum verið sýndar á RIFF. Kvikmyndunum er skipt í nokkra flokka til að gera allt sem hentugast fyrir gesti hátíðarinnar. Flokkarnir hafa smám saman myndast og í dag eru þeir eftirfarandi:

Vitranir (keppnisflokkur um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF) – í Vitrunum tefla nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum hefðnum í kvikmyndagerð og leiða kvikmyndalistina á nýjar og spennandi slóðir.

Fyrir opnu hafi – á hverju ári þyrla sömu myndirnar upp ryki hér og þar um heiminn. Þetta eru meistarastykki sem eru sum hver úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna á meðan önnur koma áhorfendum algjörlega í opna skjöldu.

Önnur framtíð – beinir sjónum að mikilvægum heimildarmyndum sem varpa ljósi á helstu málefni líðandi stundar er snerta samskipti manns og náttúru.

Heimildarmyndir – verða sífellt vinsælli. RIFF sýnir heimildarmyndir um tónlist, list, menningu, heiminn og tækni og svo mætti lengi telja.

Sjónarrönd – kvikmyndagerð ákveðins lands er í sviðsljósinu á hverri hátíð. Árið 2017 var það Finnland en í ár 2017 verða það Eystrasaltslöndin.

Upprennandi meistari – þessi flokkur veitir innsýn inn í störf kvikmyndagerðarmanns sem er farinn að vekja athygli fyrir verk sín og er af mörgum talinn upprennandi meistari. Valeska Grisebach var upprennandi meistari RIFF 2017.

Heiðurverðlaunahafi – RIFF veitir kvikmyndaleikstjóra verðlaun fyrir æviframlag til kvikmyndalistarinnar. Af því tilefni býðst hátíðargestum að sjá sígildar kvikmyndir leikstjórans. Heiðurgestur RIFF 2018 er Jonas Mekas.

Gullna eggið – Myndir frá þátttakendum í Reykjavík Talent Lab eru sýndar og keppa um verðlaunin Gullna eggið.

Íslenskar stuttmyndir

Alþjóðlegar stuttmyndir

English

RIFF – Reykjavík International Film Festival – is one of the biggest and most diverse cultural events in Iceland.  This year’s festival will be the 15th edition of RIFF, taking place between the 27th of September and 7th of October. The full festival program (lined up by days) can be accessed here: https://riff.is/dagskra/dagskra-eftir-dogum/

For eleven days every Fall since 2004, Icelandic locals and tourists alike are able to go to the cinema and enjoy the best and freshest of international film making. The guests can also meet and chat with directors about their works, attend panels and workshops, concerts and exhibitions, and even watch interesting films under even more interesting conditions, for instance in a swimming pool or in the filmmaker’s home.

Program

Over the last few years, RIFF has screened approximately 100 feature films from roughly 40 countries annually. For your convenience, they are arranged in a number of different categories that have solidified over time.

New Visions (Grand Prix Competition) – is limited to the first or second films of up-and-coming directors.

Open Seas (Out of Competition) – presents acclaimed films from many of the most talented and respected filmmakers of the world.

Icelandic Panorama – opens up the world of Icelandic film production and showcases it to the outside world, thus building a bridge between Icelandic cinema and international film making.

A Different Tomorrow – foregrounds films that help make us better citizens of the world.

Documentaries – are becoming more and more popular. We screen movies about #music, #art, #culture, #world, #digital …

Youth Program – dedicated to our young audience and provides film-oriented entertainment, education and experience.

Focus On – We shine the spotlight on a national cinema; Last year we celebrated the centenary of Finland’s independence by shining a light on film production from our Nordic neighbors this year our focus will be on the Baltic countries.

Emerging master – This section offers insight into the oeuvre of a filmmaker just gaining considerable ground. Our 2017 Emerging Master was Valeska Grisebach.

Honorary Retrospective – This section offers a rare opportunity to see the classic films directed by each year’s recipient of the RIFF Honorary Award glint on the silver screen. Our guest of honour in 2018 is Jonas Mekas. 

International Shorts

Icelandic Shorts

Aðrar myndir í sýningu