Private: Franska Kvikmyndahátíðin 2021 // French Film Festival 2021

Litla land // Petit pays // Small Country

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Eric Barbier
  • Handritshöfundur: Gaël Faye, Eric Barbier
  • Ár: 2020
  • Lengd: 111 mín
  • Land: Frakkland
  • Frumsýnd: 4. Febrúar 2021
  • Tungumál: Franska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Jean-Paul Rouve, Isabelle Kabano, Djibril Vancoppenolle

Gabríel er tíu ára og lifir áhyggjulausu lífi í úthverfi Bújúmbúra, í Afríkuríkinu Búrúndí. Allt hverfist um vinina og þeirra uppátæki í botnlanganum sem þeir hafa gert að ríki sínu. En þegar borgarastríð skellur á í landinu, og þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda, breytist allt. Falleg saga um vináttu og sakleysi æskunnar, en líka átakanlegur vitnisburður um þau eyðandi áhrif sem stríð og ofbeldi hafa á líf og samfélög manna. Myndin er byggð á skáldsögu tónlistarmannsins Gaëls Faye og endurspeglar uppvöxt hans í Búrúndí. Bókin var þýdd á íslensku.

English

A touching childhood set during the conflict in Rwanda between ethnicities Hutu and Tutsi – adapted from the book of Gaël Faye.

Gabriel is ten years old, living a care-free life in a suburb in Burundi. His life revolves around his friends and the shenanigans they get up to but when a civil war breaks out in the country and a genocide is committed in the neighboring country Rwanda, everything changes.