The Big Sick er rómantísk kómedía eins og þær gerast bestar enda hefur myndin hlotið afar góða dóma og notið mikilla vinsælda í bandarískum kvikmyndahúsum að undanförnu. Rómantíkin svífur hér yfir vötnunum en um leið þurfa allir sem við sögu koma, bæði þau Kumail, Emily og fjölskyldur þeirra, að takast á við rótgróna fordóma og alls kyns vandamál sem skora þau bæði siðferðis- og menningarlega á hólm. Þetta er mynd sem allir aðdáendur raunsærra, rómantískra gamanmynda eiga eftir að skemmta sér vel yfir.
Sýnd í júní 2018 sem hluti af sumardagskrá Bíó Paradís með íslenskum texta.
English
Pakistan-born comedian Kumail Nanjiani and grad student Emily Gardner fall in love but struggle as their cultures clash. When Emily contracts a mysterious illness, Kumail finds himself forced to face her feisty parents, his family’s expectations, and his true feelings.
Screened in June 2018 at Bíó Paradís!