Svartir Sunnudagar 26. Desember 2014

Edward Scissorhands

Meistaraverk Tim Burtons fjallar um feiminn mann með skæri í stað handa, sem er tekinn undir verndarvæng amerískrar kjarnafjölskyldu. Ekki líður á löngu þar til hann verður ástfanginn af heimasætunni, en myndin er rómantísk og kaldhæðin þar sem hún gerist í úthverfi, í súrealískum heimi. Johnny Depp leikur stórleik og vilja margir meina að hér sé um að ræða eina bestu frammistöðu hans sem leikara á ferlinum. Myndin er fyrri jólasýning Svartra Sunnudaga 26. desember og verður sýnd kl 20:00.

In Burton’s masterpiece, a shy synthetic man is taken under the wing of an all-American family and falls in love with their daughter. The film is a beautifully imagined romantic fairy-tale, as well as a tender coming of age story of a young man in an ironically surreal suburban world. Depp is excellent as Edward and gives a career best performance. Screened December 26th at 20:00, only this one time!

  • Leikstjóri: Tim Burton
  • Ár: 1990
  • Lengd: 105
  • Land: Bandaríkin
  • Aðalhlutverk: Johnny Depp, Winona Ryder, Dianne Wiest

The Nightmare Before Christmas 3D

Graskerskonungur Hrekkjavökubæjarins ákveður að breiða út boðskap jólanna til heimsins alls. En þrátt fyrir góðan ásetning setur þetta jólasveininn í þrönga stöðu og býr til martröð fyrir öll góð börn heimsíns. Ekki missa af klassískri jólamynd í þrívídd (3D), Burton jólum sem áhorfendur munu seint gleyma, en myndin er seinni jólasýning Svartra Sunnudaga 26. desember og verður sýnd kl 22:00.

The Pumpkin King of Halloween Town decides to spread Christmas joy to the world. But his well-meaning mission unwittingly puts Santa in jeopardy and creates a nightmare for good little boys and girls everywhere. Don´t miss out on The Nightmare Before Christmas in 3D, a true Christmas gem now bigger, better and with more dimensions. Burton Christmas like you have never seen before! The film is screened at 22:00, 26th of December only this one time.

  • Leikstjóri: Henry Selick
  • Ár: 2006
  • Lengd: 81
  • Aðalhlutverk: Danny Elfman, Chris Sarandon, Catherine O'Hara, William Hickey