Blindrafélagið og Bíó Paradís bjóða í bíó!

Sunnudagurinn 15. október er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins, sem er öflugasta og algengasta verkfæri blindra og sjónskertra. Af því tilefni efnir Blindrafélagið til samstarfs við nokkrar menningarstofnanir. Einn af þessum aðilum er Bíó Paradís sem mun vera með þrjú bíó og fimm bíó sunnudaginn 15. október. Myndirnar sem sýndar verða eru Apastjarnan klukkan 15:00 og Svar við bréfi Helgu klukkan 17:00.

Það sem er sérstakt við þessar sýningar er að þær munu vera sýndar með sjónlýsingu. Sjónlýsing er leið til að lýsa með orðum því sem fyrir augu ber fyrir þá sem eru blindir eða sjónskertir.

Sýningarnar eru hluti af KÓSY KINO verkefninu sem er styrkt af EEA sjóði Noregs, Íslands og Lichtenstein og ríkissjóði Slóvakíu.