Wild Tales

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Damián Szifrón
  • Ár: 2014
  • Lengd: 122
  • Land: Argentína
  • Tungumál: Spænska
  • Aðalhlutverk: Ricardo Darín, Julieta Zylberberg

Relatos salvajes

Hefndin getur verið sæt eða andstyggileg – en í þeim sex sögum sem hér eru sagðar er hún fyrst og fremst drepfyndin, kjánaleg og kómísk. Myndin hefst í flugvél þar sem fólk tekur að spjalla og kemst að því að allir farþegarnir þekkja Pasternak nokkurn. Og allir hafa þeir gert eitthvað á hans hlut. En hefndin er margs konar og í hinum sögum myndarinnar kynnumst við manni sem er í heilagri krossferð gegn stöðumælavörðum Buenos Aires-borgar, sjáum tvo menn berjast til dauða á þjóðvegum eftir að hafa móðgað hvorn annan í umferðaræði og tvær þjónustustúlkur deila um hvort þær eigi að setja rottueitur í matinn hjá kúnna sem reyndist hafa valdið annarri þeirra miklum miska á bernskuárum. Myndinni líkur svo á brúðkaupi þar sem margs þarf að hefna og margt þarf að fyrirgefa.

Hefndarsögur er þriðja bíómyndin sem Damián Szifrón leikstýrir en heima fyrir en hann þó líklega þekktastur fyrir sjónvarpsseríuna Los Simuladores, þar sem fyrrum glæpamenn nýta kunnáttu sína til þess að hjálpa almenningi við ýmis hversdagsleg vandamál. Serían náði miklum vinsældum í Argentínu og bíómynd upp úr henni er í bígerð.

Myndin er bönnuð innan 16 ára og er með enskum texta.

English

Relatos salvajes

Revenge can be sweet and mean – but in the six stories of Wild Tales it is above anything else hilarious, clumsy and comical. The film takes off in an airplane where all the passengers know a man called Pasternak – and none of them have been nice to him. We also meet a man in a crusade against the parking ticket officers of Buenos Aires, follow two men with serious road rage who fight to death on Argentina’s highways and see two restaurant employees debate whether to put rat poison in a hated client’s food. Finally we end up in a wedding where there is a lot to avenge for and a lot to forgive. The film has a 16 year old age limit, English subtitles.

This is Damián Szifrón’s third film as director but prior to Wild Tales he was probably more famous for his TV series Los Simuladores, where con artists use their expertise to help people with everyday problems. The series was a huge hit in Argentina and a movie is in the works.

 

Aðrar myndir í sýningu