Private: Skjaldborg 2020 – Hátíð íslenskra heimildamynda

Corpus Camera // Masterclass með heiðursgesti Skjaldborgar

Sýningatímar

Engar sýningar

Masterclass með Hrafnhildi Gunnarsdóttur heiðursgesti Skjaldborgar 2020

Frítt er inn á þennan viðburð og öll velkomin.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leiðir masterclass með Hrafnhildi Grunnarsdóttur sem hefst á sýningu á Corpus Camera. Hrafnhildur hefur unnið ötullega að heimildamyndagerð á Íslandi á ferli sínum og í vetur sýndi RÚV t.a.m. Svona fólk, heimildaþætti um málefni samkynhneigðs fólks á Íslandi sem hún vann að í rúma þrjá áratugi og mynd hennar Vasulka áhrifin vann Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2019. 

Corpus Camera (57 mín)

Corpus Camera skoðar þá hefð að taka ljósmyndir af látnu fólki bæði í sögulegu samhengi og hefðina í dag. Við hittum fólk víðsvegar á Íslandi, í Hnífsdal, í Vík og á höfuðborgarsvæðinu sem hefur kosið að taka myndir af látnum ástvinum og hvaða þýðingu myndirnar hafa fyrir þau. Í gegnum ljósmyndina nálgumst við hvernig fólk upplifir og höndlar dauðann.  

Meðhöfundur Sigurjón Baldur Hafsteinsson

Hrafnhildur Gunnarsdóttir er fædd 1964 í Reykjavík. Hún lærði ljósmyndun, vídeó- og kvikmyndagerð í UC Berkeley, CCAC og San Francisco Art Institute í Kaliforníu og starfaði þar um árabil sem kvikmyndatökustjóri heimildamynda. Eftir að hún snéri aftur heim hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda bæði sem leikstjóri og framleiðandi.  Meðal síðustu verka hennar eru: Vasulka áhrifin og Svona Fólk um réttindabaráttu homma og lesbía.

krummafilms.com 

 

 

English

Masterclass with Hrafnhildur Gunnarsdóttir Skjaldborg’s guest of honor

This event is free and open to all.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson moderates a masterclass with Hrafnhildur Gunnarsdóttir one of Iceland’s leading documentary filmmakers. The event begins with a screening of Corpus Camera. This year saw the premiere of Hrafnhildur’s documentary series Svona Fólk on national television in Iceland. The series is a product of more than three decades of Hrafnhildur’s work documenting the struggles of the gay rights movement in Iceland. In 2019 Hrafnhildur won the audience award at Skjaldborg for her film The Vasulka Effect.

Corpus Camera (57 min)

Corpus Camera looks at the tradition of taking pictures of the dead in Iceland. Both through archival and contemporary photography we look at the process of death and grief through post-mortem photography and we meet people who have chosen to document very personal experiences of death and loss through photography.

Co-director: Sigurjón Baldur Hafsteinsson

 

Hrafnhildur Gunnarsdóttir is a filmmaker and activist, native of Reykjavik born in 1964. She studied photography, video and film at UC Berkeley, CCAC and San Francisco Art Institute. Since then she has worked extensively in documentary films and TV as a director/producer and director of photography. Among her latest works are: The Vasulka Effect and the magnum opus Svona Fólk chronicling the struggle for homosexual civil rights.

 

krummafilms.com