Private: KVIKMYNDAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS 2022 // NORDIC COUNCIL FILM PRIZE 2022

Dýrið / Lamb

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Tegund: Drama, Hryllingur/Horror, Mystería
  • Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson
  • Handritshöfundur: Sjón, Valdimar Jóhannsson
  • Ár: 2021
  • Lengd: 106 mín
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason, Noomi Rapace, Björn Hlynur Haraldsson

Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund….

Kvikmyndin hlaut sérstök frumleikaverðlaun á Kvikmyndahátíðinni Cannes 2021 og skartar þeim Hilmi Snæ Guðnasyni, Noomi Rapace og Birni Hlyn Haraldssyni.

Myndin er sýnd með enskum texta! 

Myndin er tilnefnd til hinna eftirsóttu Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar þær fimm tilnefndu myndir og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 26. – 30. október 2022.

English

A childless couple, María and Ingvar discover a mysterious newborn on their farm in Iceland. The unexpected prospect of family life brings them much joy, before ultimately destroying them.

Screened with English subtitles!