Bíó Paradís, í samvinnu við Nordisk Film og TV Fond, sýnir allar myndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs dagana 18. – 21. október 2018. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta, og miðaverði verður stillt í hóf og kostar aðeins 800 kr inn á hverja mynd.
Sérstakur heiðursgestur Bíó Paradísar er finnski leikstjórinn Teemu Nikki, en mynd hans Euthanizer er opnunarmynd dagskránnar.
Veijo Haukka er fimmtugur bifvélavirki sem hefur aukatekjur af því að svæfa gömul og veik gæludýr. Smærri dýr kæfir hann með bílaútblæstri og þau stærri skýtur hann með skammbyssunni sinni. Þrátt fyrir þetta nöturlega starf er Veijo sannur dýravinur. Markmið hans er að líkna dýrum og forða þeim frá þjáningu. Hann er ekki eins miskunnsamur í garð gæludýraeigenda og refsar hiklaust þeim sem hafa farið illa með dýrin sín sökum heimsku eða sjálfselsku.
Myndin Euthanizer hefur fengið lofsamlega dóma í Variety, Hollywood reporter og víðar. Hún var sýnd á RIFF síðasta haust.
Sérstakur opnunarviðburður og sýning fimmtudaginn 18. október kl.20:00 með enskum texta!
English
Veijo Haukka, 50, is a mechanic with a side business of euthanizing old and ailing pets. The smaller animals he puts down with exhaust fumes and the bigger ones he shoots with his pistol. Despite his grim job, Veijo stands firmly on the side of the animals. He wants to give the creatures relief, to liberate them from their suffering. Veijo does not necessarily treat the pet’s owners as mercifully. He punishes people who, out of stupidity or selfishness, have mistreated their pets.
Special opening event screening on Thursday October 18th at 20:00 with English subtitles!