Private: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 // Nordic Council Film Prize 2018

Thelma (Norway)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Fantasía/Fantasy, Drama, Hryllingur/Horror
  • Leikstjóri: Joachim Trier
  • Handritshöfundur: Eskil Vogt, Joachim Trier
  • Ár: 2017
  • Lengd: 116 mín
  • Land: Noregur
  • Frumsýnd: 19. Október 2018
  • Tungumál: Norska/sænska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Eili Harboe, Kaya Wilkins, Henrik Rafaelsen

Bíó Paradís, í samvinnu við Nordisk Film og TV Fond, sýnir allar myndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs dagana 18. – 21. október 2018. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta, og miðaverði verður stillt í hóf og kostar aðeins 800 kr inn á hverja mynd.

Thelma er hlédræg ung stúlka úr smábæ á vesturströnd Noregs sem hefur nýlega yfirgefið heittrúaða fjölskyldu sína til að stunda háskólanám í Osló. Dag einn á bókasafninu fær hún skyndilega ofsafengið flogakast. Í kjölfarið uppgötvar Thelma að hún laðast sterklega að einum samnemenda sinna, hinni fögru Önju, sem endurgeldur hrifningu hennar. Thelma þorir ekki að gangast við tilfinningum sínum gagnvart Önju, ekki einu sinni í einrúmi, en eftir því sem líður á önnina verða tilfinningar hennar stöðugt meira yfirþyrmandi um leið og flogaköstin halda áfram og færast í aukana. Brátt kemur á daginn að flog Thelmu stafa af óútskýranlegum og á stundum hættulegum yfirnáttúrulegum hæfileikum sem hún býr yfir. Áður en yfir lýkur þarf hún að takast á við hörmuleg leyndarmál úr fortíð sinni og þá skuggahlið sem fylgir kröftum hennar.

BARA EIN SÝNING – föstudaginn 19. október kl.17:45 með enskum texta!

 

English

Thelma, a shy young student, has just left her religious family in a small town on the west coast of Norway to study at a university in Oslo. While at the library one day, she experiences a violent, unexpected seizure. Soon after, she finds herself intensely drawn towards Anja, a beautiful young student who reciprocates Thelma’s powerful attraction. As the semester continues, Thelma becomes increasingly overwhelmed by her intense feelings for Anja – feelings she doesn’t dare acknowledge, even to herself – while at the same time experiencing even more extreme seizures. As it becomes clearer that the seizures are a symptom of inexplicable, often dangerous, supernatural abilities, Thelma is confronted with tragic secrets of her past, and the terrifying implications of her powers.

ONE SCREENING ONLY – Friday October 19th at 17:45 with English subtitles!