Private: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 // Nordic Council Film Prize 2018

Winter Brothers // Vinterbrødre // Vetrarbræður (Denmark)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Hlynur Pálmason
  • Handritshöfundur: Hlynur Pálmason
  • Ár: 2017
  • Lengd: 94 mín
  • Land: Danmörk, Ísland
  • Frumsýnd: 20. Október 2018
  • Tungumál: Danska/enska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Victoria Carmen Sonne, Lars Mikkelsen, Peter Plaugborg

Bíó Paradís, í samvinnu við Nordisk Film og TV Fond, sýnir allar myndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs dagana 18. – 21. október 2018. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta, og miðaverði verður stillt í hóf og kostar aðeins 800 kr inn á hverja mynd.

Hlynur Pálmason, leikstjóri Vetrarbræðra og Julius Krebs Damsbo, klippari Vetrarbræðra verða viðstaddir sýningu á myndinni. Boðið verður upp á samtal við Hlyn og Julius um samstarf þeirra í Vetrarbræðrum, en þeir vinna nú að nýrri mynd í fullri lengd, Hvítur hvítur dagur. Steven Meyers, ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð mun stýra spjallinu, og við fáum innsýn í vinnubrögð Hlyns og Juliusar og fáum að vita meira um Hvítan hvítan dag.

Vetrarbræður er saga tveggja bræðra í kalknámubæ á köldum vetri. Yngri bróðirinn, Emil, bruggar landa úr hráefnum sem hann hnuplar í verksmiðjunni. Hann er sérvitur og utanveltu, en er umborinn af hinum námuverkamönnunum sakir eldri bróður síns, Johans. Emil þráir að njóta hylli og ástar. Þegar einn af verkamönnunum veikist beinist grunur samstundis að Emil og brugginu hans. Smám saman brjótast út átök milli Emils og hins nána samfélags námuverkamannanna. Um leið finnst Emil hann svikinn þegar hann kemst að því að Anna, konan sem hann dreymir um, er hrifin af bróður hans.

BARA EIN SÝNING – laugardaginn 20. október kl.20:00 með enskum texta!

 

English

A brother odyssey set in a rural chalk-mining community during a cold winter. The younger sibling Emil distils moonshine made from chemicals stolen from the factory. Emil is an outsider, an oddball, only accepted by the mining community because of his older brother Johan. Emil longs to be wanted and loved. When a fellow worker becomes sick, Emil and the moonshine are prime suspects. A violent feud gradually erupts between him and the tight-knit mining community. At the same time, Emil feels betrayed by his brother when he finds out that Anna, the subject of his unfulfilled desires, prefers Johan.

ONE SCREENING ONLY – Saturday October 20th at 20:00 with English subtitles!