Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Freaks

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Hryllingur/Horror, Drama
  • Leikstjóri: Tod Browning
  • Handritshöfundur: Willis Goldbeck, Leon Gordon
  • Ár: 1932
  • Lengd: 64 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 26. Febrúar 2023
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Wallace Ford, Leila Hyams, Olga Baclanova

Sérstakur viðburður. Spjall við áhorfendur eftir sýninguna.  Bíótekið kynnir: Freaks, sunnudaginn 26. febrúar kl 19:30

Kvikmyndin Freaks er ein umdeildasta hryllingsmynd heims, aðallega fyrir þær sakir að leikstjórinn Tod Browning réð fatlaða leikara úr farandsirkus til að fara með hlutverk í myndinni. Óhætt er að segja að myndin hafi alls ekki slegið í gegn þegar hún kom út heldur var hún þvert á móti úthrópuð. Talað var um að kvikmyndagestir hefðu ýmist kastað upp eða fallið í yfirlið. Myndin var víða bönnuð, sumstaðar áratugum saman en var enduruppgötvuð eftir stríð á miðnætursýningum bandarískra ungmenna.

 

English

A circus’ beautiful trapeze artist agrees to marry the leader of side-show performers, but his deformed friends discover she is only marrying him for his inheritance.