Barnakvikmyndahátíð

Hagamús: Með lífið í lúkunum

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Þorfinnur Guðnason
  • Ár: 1997
  • Lengd: 52
  • Land: Ísland
  • Aldurshópur: Allur aldur
  • Tungumál: Íslenska

Myndin er í raun könnunarferð um smáheim íslensku hagamúsarinnar eins og hann birtist undir sjónarhorni tveggja músa, Óskars og Helgu. Á nærfærinn og skemmtilegan hátt er músunum fylgt er þær takast á við ýmsar hættur, jafnt úti í náttúrunni sem í híbýlum manna. Fylgt er árstíðabundnu atferli músanna, sem eignast saman afkvæmi og eru iðnar við að afla forða til næsta vetrar.

Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður lést fyrr á árinu, 55 ára að aldri. Þorfinnur var einn ötulasti heimildamyndagerðarmaður Íslands síðustu tvo áratugi. Þorfinnur leikstýrði fjölda virtra verka á borð við Hagamús: – með lífið í lúkunum, Lalli Johns og Draumalandið. Fyrir þær tvær síðarnefndu hlaut hann Edduverðlaunin fyrir bestu heimildamynd. Einnig var hann aðalframleiðandi Kjötborgar, sem vann líka til Edduverðlauna fyrir bestu heimildamynd. Þorfinnur útskrifaðist frá California College of Arts and Crafts árið 1987 þar sem hann nam kvikmyndagerð. Í framhaldi af því hóf hann störf hjá RÚV, þar sem hann starfaði um árabil sem tökumaður, klippari og dagskrárgerðarmaður. Árið 1993 sneri hann sér að heimildamyndagerð og sendi frá sér myndina Húsey.

Aðrar myndir í sýningu