Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Ísland á filmu: Er sjón sögu ríkari?

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 26. Mars 2023

Sérstakur viðburður. Spjall við áhorfendur eftir sýninguna.

Bíótekið kynnir: Ísland á filmu: Er sjón sögu ríkari? Viðburðurinn hefst kl 15:00 sunnudaginn 26. mars í Bíó Paradís.

Kolbeinn Rastrick segir frá niðurstöðum rannsókna á tíu kvikmyndum sem varðveittar eru á Kvikmyndasafni Íslands. Myndirnar eiga það allar sameiginlegt að sýna óeirðirnar við Alþingishúsið sem áttu sér stað þann 30. mars árið 1949 vegna fyrirhugaðrar inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Myndirnar sýna viðburðinn í ólíku ljósi og fjallað verður um hvernig ólík sýn á inngönguna mótar viðbrögð stríðandi fylkinga. Því hefur verið haldið fram af allmörgum fræðimönnum, að pólitísk sýn og hugmyndafræði leiki stórt hlutverk við upplifun og túlkun áhorfenda, sama hvað kvikmyndirnar sýna í reynd.