Private: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 // Nordic Council Film Prize 2018

Woman at War // Kona fer í stríð (Iceland)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Spennumynd, Thriller
  • Leikstjóri: Benedikt Erlingsson
  • Handritshöfundur: Benedikt Erlingsson, Óafur Egill Egilsson
  • Ár: 2018
  • Lengd: 101 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 21. Október 2018
  • Tungumál: Íslenska/spænska/enska/úkraínska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Jörundur Ragnarsson

Bíó Paradís, í samvinnu við Nordisk Film og TV Fond, sýnir allar myndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs dagana 18. – 21. október 2018. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta, og miðaverði verður stillt í hóf og kostar aðeins 800 kr inn á hverja mynd.

Halla er fimmtug og sjálfstæð kona. Fljótt á litið virðist líf hennar rólyndislegt, en í raun er hún virkur aðgerðasinni sem brennur fyrir umhverfismálum og hefur upp á sitt einsdæmi sagt áliðnaði á Íslandi leynilegt stríð á hendur. Halla er að undirbúa stærstu og djörfustu aðgerð ferils síns þegar henni berst óvænt bréf sem breytir öllu. Umsókn hennar um að ættleiða barn hefur verið samþykkt og hennar bíður nú lítil stúlka í Úkraínu. Fréttirnar verða til þess að Halla ákveður að binda enda á feril sinn sem skemmdarverkamaður og bjargvættur hálendisins og láta draum sinn um móðurhlutverkið rætast. Áður en að því kemur skipuleggur hún þó eina lokaárás á áliðnaðinn.

„Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl sem Benedikt Erlingsson virkjar með einhverjum óræðum galdri.“ –  – Fréttablaðið 

Kona fer í Stríð, sem frumsýnd var á Cannes, sló gjörsamlega í gegn og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, hlutu SACD verðlaunin sem veitt eru í flokknum Critic’s Week á Cannes hátíðinni.

BARA EIN SÝNING – sunnudaginn 21. október kl.20:00 með enskum texta!

English

Halla is a fifty-year-old independent woman. But behind the scenes of a quiet routine, she leads a double-life as a passionate environmental activist, secretly waging a one-woman-war on the local aluminium industry. As she plans her biggest and boldest sabotage operation yet, she receives an unexpected letter that changes everything. Her application to adopt a child has been accepted and a little girl is waiting for her in Ukraine. As Halla prepares to abandon her role as saboteur and saviour of the Icelandic highlands to fulfil her dream of becoming a mother, she decides to plot one final attack on the aluminium industry.

ONE SCREENING ONLY – Sunday October 21st at 20:00 with English subtitles!