Vélmennadraumar- Skynvæn sýning fyrir einhverfa

Bíó Paradís í samstarfi við KÓSY KINO verkefnið og Kino Usmev kynnir skynvæna sýningu á stórmyndinni VÉLMENNADRAUMAR (ROBOT DREAMS) laugardaginn 30. mars kl 14:30 - myndin er án tals.

Á skynvænni sýningu eru einstaklingar á einhverfurófinu sérstaklega velkomnir sem og þeir sem kunna að meta minna áreiti en bíósýningar bjóða vanalega uppá. 

Skynvæn sýning þýðir að: 

- ljósin eru hálfkveikt allan tímann

- hljóðið er lægra en venjulega

- opið er fram og það má fara fram og hvíla sig á myndinni 

- það má ganga um og hreyfa sig á meðan sýningu stendur

- Það er ekkert hlé. 

- Þeir gestir sem óska þess geta fengið sjónrænar upplýsingar um sýninguna og Bíó Paradís til að undirbúa sig undir viðburðinn. 

KÓSY KINO verkefnið er styrkt af EEA sjóði Noregs, Íslands og Lichtenstein og ríkissjóði Slóvakíu. 

Um myndina:

Hundur býr í New York og er einmana. Einn daginn ákveður hann að smíða sér vin, Vélmennið!

Óður til New York á níunda áratugnum, bráðfyndin kvikmynd fyrir bæði börn og fullorðna!

Myndin er án tals og var valin besta teiknimyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2023.

„Sem ein af óvæntustu kvikmyndum ársins, hefur Robot Dreams margt kraumandi undir yfirborðinu og býður upp á kaldhæðnislegan húmor, þetta er brjálæðsilega vel gerð teiknimynd sem snertir á djúpstæða mannlega strengi” - International Cinephile Society

Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna 2024 sem besta teiknimyndin!

 


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Pablo Berger
  • Handrit: Pablo Berger
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 102 mín
  • Tungumál: EKKERT TAL
  • Texti:
  • Tegund:Animation, Drama, Comedy, Family
  • Framleiðsluár: 2023
  • Upprunaland: Frakkland, Spánn