Páskar í paradís! Dásamlegar talsettar barnakvikmyndir alla páskana í Bíó Paradís þar sem við opnum 14:30, fimmtudag (skírdag), föstudag (langa), laugardag og mánudag (annan í páskum)! Sýningartímar og miðasala hér:
Sannkölluð ævintýramynd þar sem draugar, vampírur og varúlfar leika lausum hala! Nellý er ung stúlka sem fer í haustfríinu sínu til frænda síns Hannibal ásamt hundinum sínum London. En þá breytist allt því frændinn er skrímlaspæjari! Myndin er talsett á íslensku! Sýningartímar og miðasala hér:
Andri og Edda fara í leikhús með leikskólanum sínum … en þá langar þau að búa til sína eigin leiksýningu! Sem þau og gera! Dásamleg barnakvikmynd og sjálfstætt framhald af Andra og Eddu sem urðu bestuvinir á fyrstu Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni í Reykjavík! Myndin er talsett á íslensku!
Doktor Proktor og prumpuduftið
Við vitum að eitt gott prump getur valdið alvarlegu hláturskasti en hvað með heimsfrægð?
Doktor Proktor og Prumpuduftið, sem byggð er á samnefndri metsölubók norska rithöfundarins Jo Nesbø, er frábær ævintýra- og gamanmynd sem gerist í heimi þar sem viðurstyggileg furðudýr búa í holræsunum og prump eru nógu öflug til þess að skjóta manni út í geim. Myndin er talsett á íslensku!
Hin danska ofurhetja Antboy snýr aftur á hvíta tjaldið í leikstjórn Ask Hasselbalch. Hin valdamikla Padda situr í fangelsi og allt virðist með kyrrum kjörum. En síðan breytist allt þegar Refsinornin kemur á sjónvarsviðið! Myndin er talsett á íslensku!