Barnakvikmyndahátíð 2023 – SKÓLASÝNINGAR

Skólasýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2023 

Í tilefni 10 ára afmæli hátíðarinnar býðst skólahópum að bóka á úrval kvikmynda sem talsettar hafa verið á íslensku ásamt aðgangi að rafrænu kennsluefni sem hægt er að nýta í skólastofunni eftir sýningarnar.

Í fyrsta sinn í ár, í samstarfi við List fyrir Alla og Kvikmyndamiðstöð Íslands, verða allar myndirnar tíu sem í boði eru- einnig í boði rafrænt á Heimabíó Paradís fyrir alla grunnskóla á landsbyggðinni.  Kvikmyndunum fylgir rafrænt kennsluefni eftir kvikmyndafræðinginn Oddnýju Sen sem séð hefur um kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís um árabil. Sjá nánar á vef List fyrir Alla hér:

Á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð, sem haldin verður 28. október – 5. nóvember næstkomandi, verður einnig boðið upp á skólasýningar fyrir börn og ungmenni á höfuðborgarsvæðinu. Skólahópum gefst kostur á að panta sæti fyrir sinn bekk á skólasýningar þeim að endurgjaldslausu. Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á netfangið oli.hjortur@bioparadis.is 

Vinsamlega gefið upp nafn og símanúmer kennara, auk fjölda og aldurs barnanna. Að skráningu lokinni verður kennara /umsjónarmanni sendur aðgangur að rafrænu kennsluefni myndarinnar sem valin er.

DAGSKRÁ 30. OKTÓBER – 1. NÓVEMBER 2023

Dags. 30/10/2023

MÁNUDAGUR

31/10/2023

ÞRIÐJUDAGUR

01/11/2023

MIÐVIKUDAGUR

Kl. 10:00 10:00 10:00 10:00
SALUR 1 Apastjarnan Ernest og Celestína Andri og Edda verða Bestuvinir
SALUR 2 Andri og Edda búa til leikhús Doktor Proktor og Tímabaðkarið Muggur og Götuhátíðin
Kl. 13:00  13:00 13:00
SALUR 1 Nellý Rapp: Skrímslaspæjari Doktor Proktor og Tímabaðkarið
SALUR 2 Hvar er Anne Frank? Antboy og Rauða Refsinornin

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við Óla Hjört, verkefnastjóra Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík á netfangið oli.hjortur@bioparadis.is 

Nánar um myndirnar:

LEIKSKÓLAR

ERNEST OG CELESTÍNA | 3+

(2012 / 80 mín / Frakkland / íslenskt talsetning)

Kvikmynd um óvenjulegt og sérstakt vinasamband músarinnar Celestínu og bjarnarins Ernest. Myndin er unnin úr vatnslita hreyfimyndum og hefur ferðast á margar af helstu kvikmyndahátíðum heims en hún er byggð á barnabókaseríu eftir teiknarann og höfundinn Gabrielle Vincent.  Kvikmyndin er talsett á íslensku og er fyrir alla aldurshópa. Nánar 

ANDRI OG EDDA BÚA TIL LEIKHÚS | 3+

(2017 / 81 mín / Noregur / íslenskt talsetning)

Andri og Edda fara í leikhús með leikskólanum sínum … en þá langar þau að búa til sína eigin leiksýningu! Sem þau og gera! Dásamleg barnakvikmynd og sjálfstætt framhald af Andri og Edda verða bestu vinir sem sýnd var á fyrstu Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni í Reykjavík! Nánar 

ANDRI OG EDDA VERÐA BESTU VINIR | 3+

(2013 / 78 mín / Noregur / íslensk talsetning)

Þegar Andri byrjar á leikskóla kynnist hann Eddu en þau verða bestu vinir. Tuskudýrin þeirra, ljónsunginn og fröken Kanína,verða einnig vinir og þegar annað þeirra týnist á slökkvistöðinni lenda þau Andri og Edda í ýmsum ævintýrum. Myndin var tilnefnd sem besta barnamyndin á hinum norsku Amanda verðlaunum sem og að hún var tilefnd sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn.  Myndin  er talsett á íslensku og hentar öllum aldurshópum. Nánar

1.-4. BEKKUR

APASTJARNAN | ALLUR ALDUR  

(2021 / 75 mín / Svíþjóð, Noregur, Danmörk / íslenskt talsetning)

Jonna er ung munaðarlaus stúlka. Einn daginn kemur Górilla á heimilið þar sem hún býr og vill ættleiða hana. En það tekur smá tíma fyrir Jonnu að venjast nýju móður sinni en lífið verður gott. Þangað til að yfirvöld ógna nýju fjölskyldunni…  Hjartnæm saga sem tilnefnd var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2021 sem besta teiknimyndin. Myndin er talsett á íslensku. Nánar

DOKTOR PROKTOR OG PRUMPUDUFTIÐ | 6 + 

(2014 / 85 mín / Noregur / íslenskt talsetning)

Við vitum að eitt gott prump getur valdið alvarlegu hláturskasti en hvað með heimsfrægð? Doktor Proktor og Prumpuduftið, sem byggð er á samnefndri metsölubók norska rithöfundarins Jo Nesbø, er frábær ævintýra- og gamanmynd sem gerist í heimi þar sem viðurstyggileg furðudýr búa í holræsunum og prump eru nógu öflug til þess að skjóta manni út í geim. Myndin er talsett á íslensku! Nánar

DOKTOR PROKTOR OG TÍMABAÐKARIÐ | 6+ 

(2015 / 95 mín / Noregur / íslenskt talsetning)

Hinn ástsjúki Doktor Proktor ferðast aftur í tímann í örvæntingarfullri viðleitni til þess að breyta sögunni. Hann vill reyna koma í veg fyrir brúðkaup sinnar heittelskuðu Juliette og hins hallærislega Kládíusar.

Doktor Proktor og tímabaðkarið er stórskemmtileg ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri um þrjá vini sem sem leggja allt í sölurnar til þess að bjarga mannkynssögunni og ástinni! Þetta er önnur myndin sem byggð er á vinsælum barnabókum Jo Nesbø um Doktor Proktor og vini hans! Myndin er talsett á íslensku!  Nánar

ANTBOY : RAUÐA REFSINORNIN | 6+ 

(2014 / 84 mín / Danmörk / íslenskt talsetning)

Antboy á í vanda, þar sem hann er ástfanginn af bekkjarsystur sinni, Idu, sem vill ekkert með hann hafa. Málin flækjast þegar Rauða refsinornin verður síðan ástfangin af Antboy en hann hefur nú þegar valið Idu. Eftir að vera hafnað af ástinni sinni, snýst Rauða refsinornin í hefndarhug og fær Pödduna, Frú Gæmelkrå og vondu tvíburana til liðs við sig. Myndin er talsett á íslensku! Nánar

5.-7. BEKKUR 

NELLÝ RAPP – SKRÍMSLASPÆJARI | 9+

(2020 / 93 mín / Svíþjóð / íslenskt talsetning)

Sannkölluð ævintýramynd þar sem draugar, vampírur og varúlfar leika lausum hala! Nellý er ung stúlka sem fer í haustfríinu sínu til frænda síns Hannibal ásamt hundinum sínum London. En þá breytist allt því frændinn er skrímlaspæjari!   Myndin er talsett á íslensku. Nánar

HVAR ER ANNE FRANK | 9+

(2021 / 99 man / Belgía / Sýnd með íslenskum texta)

Byggð á dagbók Anne Frank teflir Ari Folman hér fram kvikmynd byggða á sögu hennar þar sem sögufrásögnin hefur hlotið gríðarlega athygli, en leikstjórinn er þekktastur fyrir kvikmynd sína Waltz with Bashir sem hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir sem bestu erlendu myndina. Nánar

MUGGUR OG GÖTUHÁTÍÐIN | ALLUR ALDURSHÓPUR

(2019 / 80 mín / Danmörk / íslenskt talsetning)

Muggur og götuhátíðin er stórkostlega skemmtileg teiknimynd sem talsett hefur verið á íslensku!  Muggur er glaður strákur en einn daginn breytist líf hans þegar foreldrar hans ákveða að skilja. Mun hin árlega götuhátíð nágrannana mögulega bjarga fjölskyldunni hans? Nánar