Fréttir

Barnakvikmyndahátíð 10 ára!

17/10/2023

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga. Hátíðin er 10 ára og það verður boðið upp á kvikmyndaveislu af því tilefni dagana 28. október – 5. nóvember 2023.

Stikla hátíðarinnar:

Frumsýningar:

Vélmennadraumar

Dansdrottningin – frumsýning með Dans Brynju Péturs!

Annað spennandi á dagskrá:

Einar Áskell – lifandi talsetning

Skoppa og Skrítla í bíó

Duggholufólkið í nýrri stafrænni útgáfu

Þetta er bara brot af því sem koma skal! Svo má nefna grunnskólaskýningarnar bæði fyrir höfuðborgarsvæðið sjá hér: og landsbyggðina í samstarfi við List fyrir Alla sjá hér:

Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir. Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna- og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki.

Skoða fleiri fréttir