Fréttir

Frábær aðsókn á Franska kvikmyndahátíð 2020!

03/02/2020

Frönsk kvikmyndahátíð fagnaði 20 ára afmælinu og er nú nýlokið en hún var haldin í fyrsta sinn í menningarhúsinu Bíó Paradís.

Hátíðin sem haldin var 24. janúar – 2. febrúar 2020 var gríðarlega vel tekið og aðsóknamestu myndir hátíðarnar fara nú í almennar sýningar í Bíó Paradís. Heildaraðsókn á hátíðina var rúm 3.800 manns!

Fagra Veröld og Mynd af brennandi stúlku eru vinsælustu myndir hátíðarinnar, við fylltum húsið á stórklassíkina Amélie, ungar kvikmyndagerðarkonur gerðu það gott á Sólveigar Anspach verðlaununum, Yrsa Sigurðardóttir glæpasagnadrottning leiddi okkur í gegn um sannkallað glæpakvikmyndakvöld, við fræddumst um náttúruvín og smökkuðum það, Dilili barnasýningin vakti mikla lukku ásamt því að við tókum á móti fjölda gesta á aðrar sýningar hátíðarinnar. 

Fagra Veröld og Mynd af brennandi stúlku verða áfram í sýningum! 

FAGRA VERÖLD

“Líkt og aðrar velheppnaðar kvikmyndir Frakka í þessum anda, t.d. Untouchables, býr La belle epoque yfir öllum þeim eiginleikum sem sóst er eftir. .” – ★★★★1/2 – Morgunblaðið. Sýningartímar hér

PORTRAIT OF A LADY ON FIRE (MYND AF BRENNANDI STÚLKU)

„Mynd af logandi stúlku er stórbrotin kvikmynd, að áhorfi loknu vill maður helst sjá hana strax aftur.“ – ★★★★★ Morgunblaðið. Sýningartímar hér

 

Að auki verður boðið upp á aukasýningu á nýjustu kvikmynd Xavier Dolan – Matthias & Maxime sem hann leikur sjálfur aðalhlutverkið í!

Miðasala í fullum gangi, laugardaginn 8. febrúar kl 19:45 sjá hér

 

Við þökkum kærlega fyrir!

Franska sendiráðið á Íslandi | Ambassade de France en Islande
Alliance Française de Reykjavík
Bíó Paradís
Embassy of Canada to Iceland
INSTITUT FRANÇAIS
Franska kvikmyndahátíðin

Skoða fleiri fréttir