Viðburðir

Opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík

Laugardaginn 29. október kl 14:00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir. Nauðsynlegt verður að skrá sig fyrir boðsmiðum í gegnum hlekkinn HÉR!

Við hvetjum börn á öllum aldri til þess að mæta í búningum og við minnum á að þema hátíðarinnar í ár er HREKKJAVAKA!
Léttar veitingar verða í boði.

Opnunarmynd: Horfin á Hrekkjavöku

Horfin á Hrekkjavöku frumsýnd 29. október kl. 14:30 með lifandi talsetningu – í fyrsta sinn á Barnakvikmyndahátíð!

Dótamarkaður Apastjörnunnar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð 2022

Sunnudaginn 30. október frá kl 11:00 – 15:00 verður haldin sannkallaður MARKAÐUR í Bíó Paradís þar sem krakkar geta sótt um að vera með bás. Nánari upplýsingar um markaðinn og skráningu er að finna hér.

Frumsýning: Apastjarnan

Frumsýning á hinni stórfenglegu teiknimynd Apastjarnan – í íslenskrti talsetningu! Sunnudaginn 30. október kl. 13:00 .

Boðið verður upp á skynvæna sýningu í samstarfi við Einhverfusamtökin

Skjaldbakan: Heimildamyndir eftir krakka!

5. nóvember kl 17:00 – 18:30 

Nemendur í 5. til 7. bekk á Patreksfirði, Seyðisfirði og Reykjavík lærðu heimildamyndagerð í haust og unnu myndir um sitt nærumhverfi. Nú verður úrval mynda af þessum námskeiðum sýnt við hátíðlegt tilefni á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís!

Skjaldbakan er fræðslu- og barnastarf Skjaldborgar—hátíðar íslenskra heimildamynda. Markmið verkefnisins er annars vegar að gefa börnum rödd og farveg fyrir sköpun og hins vegar gefur verkefnið þeim færi á að tengjast börnum í öðrum landshlutum í gegnum sína sköpun.

NÁMSKEIÐ

Námskeið: Stelpur leika! 

Laugardaginn 29. október frá 12:00-14:00

Þórunn Lárusdóttir, leik- söng- og kvikmyndagerðarkona heldur valdeflandi námskeið fyrir stelpur á aldrinum 10-12 ára undir yfirskriftinni Stelpur Leika! Þórunn hefur komið víða við m.a. í Gaflaraleikhúsinu og með Leikhópnum Lottu, en hún nam kvikmyndagerð á Spáni.

Sérstakur gestur á námskeiðinu er norski leikstjórinn Christian Lo, sem einnig er heiðursgestur Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í ár og mun hann segja aðeins frá vinnu sinni með börnum í kvikmyndum. Facebook viðburður.

Skjaldbakan: Örnámskeið í heimildamyndagerð

Laugardaginn 5. nóvember kl 15:00 – 17:00 

Langar þig að læra að gera heimildamynd? Hvað langar þig að fjalla um? Hvað er eiginlega heimildamynd?

Á þessu örnámskeiði fá krakkar að kynnast heimildamyndum og heimildamyndagerð. Þau fá tækifæri til þess að prufa sig áfram og innblástur til þess að skapa sínar eigin heimildamyndir.

Skjaldbakan er fræðslu- og barnastarf Skjaldborgar—hátíðar íslenskra heimildamynda. Haustið 2022 var sett á laggirnar námskeið í heimildamyndagerð með það markmið að gefa börnum rödd og farveg fyrir sköpun. Á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður boðið upp á örnámskeið í á vegum Skjaldbökunnar.

Námskeiðið er ætlað börnum í 5.-7. bekk. Facebook viðburður

Umsóknir á námskeið skulu berast á netfangið lisa@bioparadis.is með nafni, aldri, og símanúmeri foreldra. 

SKÓLASÝNINGAR

Skólasýningar eru í boði virka daga hátíðarinnar. Nánar um skólasýningar og skráningu hér.

HREKKJAVÖKUPARTÍSÝNINGAR

ParaNorman 29. október kl 19:15.

Hocus Pocus 29. október kl. 17:00.

The Addams Family 30. október kl. 15:00.

Labyrinth 5. nóvember kl. 15:00.